Heilbrigt líf - 01.06.1952, Side 40
Krabbamein skiptist þannig eftir líffærum og eru tíu
þau algengustu tekin í röð:
84 (55 karlar og 29 konur)
1. Krabbamein í maga .......
2. Krabbamein í brjósti ....
3. Krabbamein í legi .......
4. Krabbamein í ristli......
5. Krabbamein í vélindi ....
6. Krabbamein í eggjastokkum . .
7. Krabbamein í endagörn....
8. Krabbamein í lunga.......
9. Krabbamein í vör ........
33
22
14
11
9
8
8
7
10. Krabbamein í blöðruhálskirtli 7
Enn er engin lækning til við krabbameini nema skurð-
aðgerð og geislar, en frumskilyrðið til þess, að þessar að-
gerðir komið að haldi, er að sjúklingurinn komi nægilega
snemma til læknis. Það er að verða eitt ábyrgðarmesta
starf læknisins að tryggja eftir beztu getu, að enginn
sjúklingur með grun um krabbamein fari frá honum,
fyrr en hann hefur gengið úr skugga um, hvort svo er
eða ekki. Oft þarfnast slík rannsókn tækni, sem aðeins
er til á fullkomnustu sjúkrahúsum, en það má þó kom-
ast furðulangt með einfaldari rannsóknum. í þessu sam-
bandi má minna á rannsókn á saur, sem hver læknir
getur gert með svo til engum tilkostnaði og vil ég í því
sambandi vísa til kaflanna hér á undan, en þar er
krabbamein í meltingarvegi samtals í nærri helming af
tilfellunum. Rannsókn fyrir blóði í saur virðist ekki
vera eins mikið notuð sem skyldi, en það er freistandi,
að afgreiða mann með óljósar kvartanir, þar sem ekkert
sérstakt finnst við skoðun, með, að þetta hljóti að lagast.
Ef slíkur maður aftur á móti hefur stöðugt blóðvott í
saur, þótt ekkert annað finnist, er það næg ástæða til
fullkominnar rannsóknar með öllum þeim beztu tækjum,
sem við höfum. Við hinu getur læknir ekki gert, þegar
ekki er leitað til hans í tíma, segir Keflavíkurlæknirinn:
„Virðast einkenni krabbameins stundum svo óljós, að
læknis er ekki leitað fyrr en allt er um seinan“.
38
Heilbrigt líf