Heilbrigt líf - 01.06.1952, Page 45
úr stiga, á hálku eða bara á gólfinu heima hjá sér og
beinbrotnar.
Brunar eru mjög tíðir, bæði börn og fullorðnir. Það
hjálpar mikið við alls konar minniháttar slys, sem koma
fyrir á vinnustöðum, að víða eru nú til taks gerilsneydd-
ar umbúðir, sem látnar eru við sárin strax og síðan farið
til læknis með þau. „Skilur þar mikið á milli og áður
á fyrri árum, þegar alls konar druslur, snýtuklútar o. s.
frv. var lagt við sárin“, segir Vestmannaeyjalæknirinn,
en hann fær mikið af slíkum meiðslum til aðgerðar á
vertíðinni. Og svo eru slysin, sem menn fá, er þeir eru
að skemmta sér. Menn gerast óstöðugir á fótum og
detta og hljóta beinbrot eða liðhlaup af, fá glóðarauga
eða kjálkabrotna í slagsmálum eða skera sig við að
brjóta rúður með hnefunum. Slysa er getið í 36 héruðum
og eru þar samtals 404 beinbrot og 55 liðhlaup.
Tíu algengustu beinbrotin eru þessi:
1. Rifbrot .......................................... 55
2. Fótbrot .......................................... 35
3. Framhandleggsbrot ................................ 34
4. Lærbrot .......................................... 29
5. Geislungabrot .................................... 28
6. Mjaðmarbrot ...................................... 27
7. Viðbeinsbrot ..................................... 26
8. Kúpubotnsbrot .................................... 26
9. Upphandleggsbrot ................................. 21
10. Öklabrot ........................................ 19
Liðhlaup eru tíðust í axlarlið (21), og olnbogalið (15).
Heilbrigðisstarfsmenn.
í árslok voru 186 læknar, sem höfðu lækningaleyfi á
íslandi, þar af 163 með aðsetur hér á landi. Það svarar
til, að 833 íbúar komi á hvern starfandi lækni. Auk þessa
voru 32 læknakandidatar, sem áttu ófengið lækninga-
leyfi. Á árinu voru veitt þrjú almenn lækningaleyfi, tvö
sérfræðingsleyfi og fimm tannlækningaleyfi.
Heilbrigt líf
43