Heilbrigt líf - 01.06.1952, Page 48
magaskolvatni 232, 38 jákvæðir. Auk þessa skiptu rann-
sóknir í sambandi við lekanda og syphilis hundruðum,
auk fjölda annarra sjúkdóma. Sést af þessu, hve geysi-
lega þýðingarmikið starf er þarna unnið við sjúkdóma-
rannsóknir. Vefjarannsóknir voru gerðar á 1541 mönn-
um og dýrum og 136 krufningar.
Réttarkrufningar vegna voveiflegs dauðdaga eða dauða,
sem bar að með grunsamlegum hætti, voru gerðar á 35
líkum. Helztu dánarorsakir þeirra voru: 11 dóu úr hjarta-
bilun eða öðrum bráðum sjúkdómum, 9 fórust í bílslys-
um, þar af 6 börn á aldrinum 2—7 ára, 4 sjálfsmorð,
2 dóu af rafmagnsstraum (raflosti) og 2 í flugslysi.
Matvælaeftirlit ríkisins.
Atvinnudeild Háskólans bárust ýmis matvæli til rann-
sóknar. 877 sýnishorn bárust af mjólk, mjólkurvörum,
neyzluvatni o. fl. Af 35 sýnishornum af neyzluvatni voru
9 ónothæf, 8 grunsamleg, en aðeins 18 góð. Ýmislegt
fleira barst Atvinnudeildinni og sem dæmi vil ég nefna:
Þurrkaðir ávextir, af þeim bárust 44 sýnishom og reynd-
ust 19 þeirra ónothæf. Eitt sýnishom barst af hákarli
og utan á honum fannst samanpressaður músarhelm-
ingur.
Annars voru margar vörutegundir, sem ekkert fannst
athugavert við t. d. smjörlíki 22 sýnishorn, súkkulaði
32 (0), gosdrykkir 27 (0), kaffi 21 (0) og kaffibætir
6 (0). í 8 sýnishomum barnaleikfanga (dátum) fannst
blý.
Húsakynni og þrifnaður.
Árið 1946 var látin fara fram skoðun á öllum kjallara-
og braggaíbúðum í Reykjavík. 1884 kjallaraíbúðir voru
skoðaðar og 84 dæmdar óhæfar, en 149 lélegar. Af
braggaíbúðum voru skoðaðar samtals 326, voru 139 lé-
legar, 70 mjög lélegar og 19 ónothæfar. Á grundvelli
þessara skoðana voru síðan 453 kjallaraíbúðir og 200
braggaíbúðir dæmdar heilsuspillandi.
46
Heilbrigt líf