Heilbrigt líf - 01.06.1952, Page 49
Annars fara húsakynni og þrifnaður batnandi víðast
hvar. Víða vantar þó vatnssalerni og sumstaðar er þrifn-
aði ábótavant, sérstaklega hvað sorphirðingu snertir.
Talsvert var byggt af íbúðarhúsum víða um landið, án
þess að nokkuð virðist draga úr húsnæðisvandræðunum.
Það er álit lækna, að matarræði og fatnaður fólksins
fari batnandi, enda þótt víða sé kvartað undan því, að
illa hafi gengið að fá álnavöru og fatnað út á skömmt-
unarseðlana, því að þá var skömmtun. Mjólkurskortur
er þó víða, sumstaðar vegna þess að öll mjólk er send í
burtu án þess að fullnægt sé þörfinni heima fyrir.
Notkun áfengis, tóbaks og kaffis var svipuð og áður.
Áfengis mest neytt í sambandi við samkomur, engu minni
þær, sem auglýstu ölvanir bannaðar. Kaffi var víða þunnt
og hrökk skammt eins og verða vill, er skömmtun er k
slíkri vöru.
I ritinu er grein eftir Vilmund Jónsson landlækni, sem
heitir: Hundaæðisfaraldur á Austfjörðum 1765—1766.
Að lokum eru 9 úrskurðir Læknaráðs í málum, sem
vísað var til þess af dómstólunum.
Úrdráttur á ensku er í lok ritsins. E. E.
Leiðrétting.
í grein Kristjáns Þorvarðarsonar læknis: Fávitar, í síðasta hefti,
hafa orðið nokkrar villur, sem leiðréttast hér með.
Á bls. 116 3. 1. a. o. stendur (imbecile) á að vera (imbecilir).
Á bls. 119 1. 1. a. n. stendur með öllu óvíst á að vera með öllu víst.
Á bls. 120 14. l.a. o. stendur og eru þeir eflaust á að vera og eru
oftast eflaust.
Á bls. 126 5. 1. a. o. stendur Aschoffenborg á að vera Aschoffen-
burg.
Á bls. 126 10. 1. a. o. stendur Próf. Melveg á að vera Próf. Helveg.
Ritstj.
Heilbrigt líf
47