Heilbrigt líf - 01.06.1952, Page 50
PÉTUR H. J. JAKOBSSON,
yfirlæknir.
ÓFRJÓSEMI KVENNA
Inngangur.
Ófrjósemi, eða minnkuð frjósemi, er sennilega eins al-
gengt viðfangsefni hér á landi eins og í öðrum nálægum
löndum. Afleiðingar þessa fyrirbrigðis eru oft sorglegar
fyrir þau, sem við það þurfa að búa, auk þess sem barn-
laus hjónabönd eru mjög erfið læknisfræðileg og félags-
leg úrlausnarefni. Það eru mjög fáar giftar konur, sem
kjósa fremur að lifa lífinu án afkomenda, heldur en eign-
ast börn, og sama gildir um karlmenn. Hér er ætlunin að
taka sérstaklega til athugunar konuna, sem leitar til lækn-
is vegna ófrjósemi, enda þótt slík athugun sé ekki nema
hluti af þeirri rannsókn, ,sem gera þarf í sambandi við
ófrjó hjónabönd, því það eru mörg almenn læknisfræði-
leg atriði, sem þurfa athugunar við hjá báðum aðilum.
Rannsóknir á ófrjósemi kvenna er nú á dögum orðið
verkefni, sem krefst mjög mikillar sérþekkingar á tak-
mörkuðu sviði læknisfræðinnar. Orsakanna er að leita á
sviði lífeðlisfræðinnar, líffærafræðinnar og sjúkdómafræð-
innar hjá hvorum maka, sem standa að barnlausu hjóna-
bandi. Oft getur þessi leit minnt á aðferðir til þess að
finna sökudólginn í leynilögreglusögu, því stundum er
eins og karlmaðurinn vilji forðast að láta koma upp um
sig, svo erfitt er að fá hann til þess að gangast undir
sinn hluta af rannsókninni.
Stundum eru það þó smávægilegar truflanir, sem or-
48 Heilbrigt líf