Heilbrigt líf - 01.06.1952, Blaðsíða 54
samfarir er sogið með glerröri slím úr leghálsinum og
það síðan skoðað í smásjá. Með þessu móti sést ekki ein-
ungis hve mikið er af sæðiskornum, heldur hve mikið þau
hreyfast, en hreyfanleiki sæðiskornanna er mjög veiga-
mikið atriði í þessu sambandi. Þessa rannsókn er mjög
auðvelt að framkvæma og getur hver 'sá læknir, sem hef-
ur smásjá á viðtalsstofu sinni, gert hana.
Þær rannsóknir, sem snerta konuna sérstaklega, bein-
ast aðallega að egglosinu og eggvegunum. Sveiflur þær,
sem eiga sér reglulega stað í kynfærum kvenmannsins og
stjórnast af hormonum eggjakerfanna, koma fram í breyt-
ingum á slímhúð legsins, slími leghálsins og í flöguþekju
leggangsins. Með því að fylgjast með þessum breytingum
má svo fylgjast með egglosinu.
Ýmsar eru þær aðferðir, sem fundizt hafa til þess að
ákveða hvort egglos eigi sér stað og til þess að finna
hvenær það fer fram, en það getur ráðið úrslitum í þess-
um efnum. Með því að taka bita úr slímhúð legganganna
og skoða vefinn sjást breytingar, sem eru sérkennilegar
fyrir egglosið, en þetta kostar mikla fyrirhöfn og er
áverki fyrir konuna og þess vegna ekki hægt að endur-
taka eins og þyrfti í þessum tilfellum. Þeir Papanicolaou
og Shorr fundu upp á því, að sjúga upp í glerrör slím úr
leggöngunum, setja það á glerplötu, lita með sérstökum
lit og skoða síðan í smásjá. Þetta er auðvelt fyrir kon-
una, en kostar töluverða æfingu fyrir lækninn. Þeir, sem
hafa æfingu í þessu, geta sagt til um egglos næstum upp
á dag. Shorr hefur nú fundið sérstaka litunaraðferð, sem
tekur ekki nema 2—3 mínútur og smásjáskoðunin tekur
álíka tíma. Konurnar geta jafnvel sjálfar tekið slímið,
sett það á gler og komið með það til læknisins, þó líði ein
til tvær vikur. Konur, sem árum saman hafa gengið milli
lækna til þess að fá bót á meini sínu, telja það ekki eftir
sér. Þegar búið er að finna, hvort egglos á sér stað, þá
52
Heilbrigt líf