Heilbrigt líf - 01.06.1952, Page 55
þarf að finna hvenær mestar líkur eru til þess að getn-
aður geti farið fram.
Raunverulega er ekki hægt að sjá egglosið eða hvort
egglos hafi farið fram, nema með því að gera holskurð,
en slíkt dettur engum í hug að gera í þeim tilgangi. Ef
eggsins væri leitað á þann hátt, væri mesta tilviljun að
finna það og þá með því að skola eggvegina. Auk þess
væri búið að eyðileggja það egg og þann möguleika. Önn-
ur aðferðin til þess að finna, hvenær og hvort egglos eigi
sér stað, er að athuga slímið í leghálsinum. Hlutverk
slímsins í leghálsinum hefur lengi verið mikil ráðgáta og
langt er síðan læknar komust að þeirri niðurstöðu, að
það er ýmist hagstætt eða óhagstætt sáðkornunum. Und-
anfarna tvo áratugi hefur tekizt að sanna, að það verða
breytingar í þéttleika og magni slímsins með reglulegu
millibili, sem er í samræmi við framleiðslu ákveðins hor-
mons í líkamanum. Þegar egglosið fer fram, er slímið
ekki eins seigt, heldur eykst það, verður þunnt og silfur-
tært. Þetta hefur mikla þýðingu fyrir hreyfingu sáðkorn-
anna og auðveldar þeim ferðalagið upp eftir leginu. Ef
þessi rannsókn ætti að geta orðið að gagni fyrir konuna,
yrði hún að koma daglega til skoðunar á lækningastofu á
þessu tímabili, en það kostar mikla fyrirhöfn og ónæði
og er þess vegna ekki framkvæmanlegt.
Þriðja aðferðin er sú, að taka part úr slímhúð legsins
og skoða í smásjá. Það þarf ekki að gera nema einu sinni
í mánuði, því nú þekkjast svo auðveldlega þær breyting-
ar, sem verða á slímhúð legsins á hinum ýmsu stigum
tímabilsins milli tíða. Smáspænir eru teknir úr slímhúð
legsins með lítilli sköfu og þeir síðan settir í vefjarann-
sókn. Oftast er valinn tíminn 2—3 dögum fyrir tíðir eða
nokkrum klukkustundum eftir að tíðir eru byrjaðar. Ef
nú egglos hefur farið fram, sjást tilsvarandi breytingar í
slímhúðinni. Á þessari rannsókn eru tveir annmarkar, í
Heilbrigt líf
53