Heilbrigt líf - 01.06.1952, Page 55

Heilbrigt líf - 01.06.1952, Page 55
þarf að finna hvenær mestar líkur eru til þess að getn- aður geti farið fram. Raunverulega er ekki hægt að sjá egglosið eða hvort egglos hafi farið fram, nema með því að gera holskurð, en slíkt dettur engum í hug að gera í þeim tilgangi. Ef eggsins væri leitað á þann hátt, væri mesta tilviljun að finna það og þá með því að skola eggvegina. Auk þess væri búið að eyðileggja það egg og þann möguleika. Önn- ur aðferðin til þess að finna, hvenær og hvort egglos eigi sér stað, er að athuga slímið í leghálsinum. Hlutverk slímsins í leghálsinum hefur lengi verið mikil ráðgáta og langt er síðan læknar komust að þeirri niðurstöðu, að það er ýmist hagstætt eða óhagstætt sáðkornunum. Und- anfarna tvo áratugi hefur tekizt að sanna, að það verða breytingar í þéttleika og magni slímsins með reglulegu millibili, sem er í samræmi við framleiðslu ákveðins hor- mons í líkamanum. Þegar egglosið fer fram, er slímið ekki eins seigt, heldur eykst það, verður þunnt og silfur- tært. Þetta hefur mikla þýðingu fyrir hreyfingu sáðkorn- anna og auðveldar þeim ferðalagið upp eftir leginu. Ef þessi rannsókn ætti að geta orðið að gagni fyrir konuna, yrði hún að koma daglega til skoðunar á lækningastofu á þessu tímabili, en það kostar mikla fyrirhöfn og ónæði og er þess vegna ekki framkvæmanlegt. Þriðja aðferðin er sú, að taka part úr slímhúð legsins og skoða í smásjá. Það þarf ekki að gera nema einu sinni í mánuði, því nú þekkjast svo auðveldlega þær breyting- ar, sem verða á slímhúð legsins á hinum ýmsu stigum tímabilsins milli tíða. Smáspænir eru teknir úr slímhúð legsins með lítilli sköfu og þeir síðan settir í vefjarann- sókn. Oftast er valinn tíminn 2—3 dögum fyrir tíðir eða nokkrum klukkustundum eftir að tíðir eru byrjaðar. Ef nú egglos hefur farið fram, sjást tilsvarandi breytingar í slímhúðinni. Á þessari rannsókn eru tveir annmarkar, í Heilbrigt líf 53
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Heilbrigt líf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigt líf
https://timarit.is/publication/1835

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.