Heilbrigt líf - 01.06.1952, Side 68
sem góðfús ritstjóri telur sér kleift að birta fyrir sam-
ræmis sakir. Tímaritin eiga hægara um hönd með þetta,
en fá geta miðlað svo miklu rúmi, að verulegt gagn sé
að, enda hafa þau önnur sjónarmið um lesendaval heldur
en heilbrigðismál, þótt mörg taki grein um slíkt við og
við til þess að auka á vinsældir sínar“.
Þetta á jafnvel við í dag og fyrir rúmum tíu árum,
þegar það var skrifað. Þörfin er söm fyrir tímarit um
heilbrigðismál.
Fyrstu 10 árgangarnir hafa komið víða við, sem sjá
má af efnisyfirliti þeirra. Þar er samankominn mikill
fróðleikur um heilbrigðismál, ritaður af þeim, sem
fremstir standa í þeim málum.
Það nægir að benda á þetta, svo lítið verði úr þeirri
ásökun, að læknar séu sinnulitlir um heilbrigðismál og
fræðslu almennings í þeim efnum. Það þarf aðeins að
leita þeirrar fræðslu á réttum vettvangi.
Ritinu eru kærkomin bréf frá lesendum, frásagnir til
fróðleiks eða skemmtunar um efni viðkomandi áhuga-
málum þess, fyrirspurnir um læknisfræðileg efni eða til-
mæli um að taka ákveðið efni til umræðu. Um svör við
spurningum mun reynt að leita til sérfróðra manna og
birta síðan spurningu og svar. Slíkt samband við les-
endur er nauðsynlegur þáttur í þeirri viðleitni að flytja
efni við sem flestra hæfi.
Ritið mun hér eftir sem hingað til vanda eftir beztu
getu til efnis og heimilda, gæta hófs í fullyrðingum um
óreyndar eða vafasamar nýjungar í læknisfræði, en and-
mæla því, sem rangt er eða villandi.
66
Heilbrigt líf