Heilbrigt líf - 01.06.1952, Síða 73
Skammt á veg komnir.
Það eru því miður allt of fáir, sem náð hafa því
marki að koma heilbrigðismálum sínum í viðunandi horf.
Ef ástandinu í heiminum í þeim efnum er skipt niður í
gott, meðallag og lélegt, verður útkoman þessi:
Gott MeSallag Lélegt
Hluti mannkynsins • y5 minna en % %
Árstekjur í dollurum ... . 461 154 41
Fæði í kalorium . 3040 2760 2150
Læknar á 100.000 íbúa . . 106 78 17
Meðalaldur 63 52 30
í þessari töflu kemur eins greinilega í Ijós og á verður
kosið sambandið milli fátæktar, lélegra lífsskilyrða og
sjúkdómskvaðar, eins og þetta birtist í árstekjum, fæði,
tölu lækna og meðalaldri. Hún er einnig holl áminning
um það, hve skammt við erum á veg komnir, meðan %
hlutar mannkynsins lifir við svo léleg kjör.
Það þarfnast sjálfsagt ekki frekari skýringar, hvernig
þeir, sem búa við lélegustu kjörin, verða harðast fyrir
barðinu á sjúkdómunum, en til gamans ætla ég að setja
eftirfarandi dæmi:
f mislingafaraldri, sem gekk í Glasgow fyrir rúmum
40 árum létu heilbrigðisyfirvöldin rannsaka sambandið
milli sýkingar og íbúðastærða. Meðal fjölskyldna, sem
bjuggu í einu herbergi, sýktust að meðaltali 125%0 og
27%0 dóu, en meðal þeirra, sem bjuggu í fjórum her-
bergjum sýktust að meðaltali 11%0, en 1%0 dóu.
Árið 1938 var í Bandaríkjunum gerður samanburður
á sjúkdómum meðal 80 þúsund verkamanna, annars
vegar þeirra, sem höfðu minna en 1000 dollara í árs-
tekjur og hins vegar þeirra, sem höfðu meira en 5000
dollara. Meðal þeirra fyrrnefndu var fjórum sinnum
meiri berklaveiki, þrisvar sinnum meiri bæklunarsjúk-
dómar og tvisvar sinnum meiri liðagigt, meltingarsjúk-
dómar og taugaveiklun. Örorka þessa fólks vegna sjúk-
Heilbrigt líf
71