Heilbrigt líf - 01.06.1952, Side 75
á sér stað í heiminum og telja hana eina mestu hættuna,
sem að okkur steðjar. Þeir benda á, að þrátt fyrir ný-
afstaðna heimsstyrjöld sé mannkynið nú 10% fjölmenn-
ara en í byrjun hennar og því fjölgi um 200 milljónir
á hverjum 10 árum. Hættuna segja þeir í því fólgna,
að það sé ekki hægt að fæða þennan fjölda. Matvæla-
framleiðslan var 1947 — 1948 5% minni en fyrir styrj-
öldina, og auk þess lélegri að næringargildi en verið
hafði. Sumir kenna offjölgun mannkynsins, að við höfum
orðið að þola tvær heimstyrjaldir á stuttum tíma.
í þessu sambandi hlýtur sú spurning að vakna, hvort
heilsuverndin sé að gera okkur meira ógagn en gagn
með því að draga úr dánartölunni, meðan fæðingar
standi í stað eða jafnvel aukast.
Þeir, sem halda því fram, að óttinn við offjölgun sé
ástæðulaus, hafa mörg gild rök fram að færa.
Heilsuverndar gætir fyrst og fremst í því að draga
úr dánartölu þeirra, sem enn eru þjóðfélaginu til byrði,
þeir eiga fyrir sér að verða starfandi þjóðfélagsþegnar
og leggja sinn skerf í þjóðarbúið. Hvernig það verkar á
afkomu þjóðarinnar hefur verið sýnt fram á hér að
framan og þarfnast því ekki frekari skýringar. Það eru
að vísu til menn, sem líta á sjúkdómsfaraldra sem eins
konar „náttúrulögmál“, úrval náttúrunnar, sem eingöngu
þeir hæfustu lifi af, en að maður, sem er svo ólánssamur
að verða t. d. berklaveiki að bráð, sé upprunalega óhæf-
ari til þess að verða nýtur þjóðfélagsþegn, er vitanlega
fásinna.
Matvælaframleiðslu heimsins er alls ekki þau takmörk
sett, sem ýmsir vilja vera láta. Landbúnaðarsérfræðingar
benda á, að á því sviði séu óþrjótandi möguleikar til
aukningar. Fyrsta sporið í þá átt er að koma ræktunar-
málum þeirra þjóða, sem aftur úr eru, í nýtízku horf.
Það er til áætlun, sem gerir ráð fyrir 90% aukningu
á heildarafrakstri þessara landa árið 1960. Það mundi
ekki aðeins nægja til að sjá fyrir fjölguninni, heldur
Heilbrigt líf
73