Heilbrigt líf - 01.06.1952, Side 76
mundi jafnframt vera hægt að bæta verulega lífsskil-
yrðin. Slík áætlun takmarkast ekki af ræktunarmögu-
leikunum, sem fyrir hendi eru, en framkvæmd hennar
er fyrst og fremst undir því komin, hvernig þjóðunum
tekst að ráða við hagfræðileg vandamál sín.
Það má ennfremur benda á, að stór landsvæði, þar sem
miklir möguleikar eru til ræktunar, eru ennþá undirlögð
af sjúkdómum, sem hægt er að útrýma.
I Afríku eru t. d. 11 milljón ferkílómetrar lands ónot-
hæft vegna svefnsýkinnar; en % af öllu ræktanlegu
landi er í hitabeltislöndunum og minnst af því nýtt til
fullnustu.
Þeim, sem um fólksfjölgun fjalla, gleymist oft sú
staðreynd, að betri afkomu fylgir oftast minni barn-
koma. Þetta kemur greinilega í ljós innan hvers þjóð-
félags og við samanburð milli þjóða. Rannsóknir, sem
S. Þ. létu gera, benda til, að eins og er sé barnkoma í
heiminum umfram dána að meðaltali 10 af þúsundi.
Þessi fjölgun kemur mjög misjafnt niður á heimshlut-
ana. Hún er 4 í Norður-, Vestur- og Mið-Evrópu, 6 í
Canada og U. S. A, 14 í Austur-Evrópu, 15 í nálægum
Austurlöndum og 20 í Suður-Ameríku.
Það er erfitt að segja, að hve miklu leyti sum lönd
eru auðug vegna þess að fólkinu fjölgar hægt, eða hvort
hin hæga fólksfjölgun stafar af því, að þau eru auðug,
en sambandið milli þessa tvenns er ótvírætt.
En komi á daginn, að æskilegt sé að takmarka fólks-
fjölgun á vissu landsvæði, er vissulega til hagkvæmari
og mannúðlegri aðferð en sú að láta malaríu og berkla-
veiki sjá um það.
Rökin virðast hníga að því, að óttinn við offjölgun
mannkynsins sé ástæðulaus, fyrst og fremst vegna þess,
að fólksfjölgunin er ekki kjarni málsins.
Lausn vandamálsins liggur í því að notfæra til hins
ýtrasta alla möguleika til framleiðslu lífsnauðsynja, með
því að beita fullkomnustu þekkingu á hverju sviði at-
74
Heilbrigt líf