Heilbrigt líf - 01.06.1952, Blaðsíða 89
Auk þess bárust gjafir frá einstaklingum og fyrirtækjum, svo
sem 1000 kg. mjólkurostur frá Mjólkursamsölunni, Reykjavík, 12
ks. kex frá Kexverksmiðjunni Esju, Reykjavík, 12 ks. niðursoðnar
fiskbollur og fatnaður fyrir kr. 5.000,00 frá Haraldi Böðvarssyni
& Co. Akranesi.
Ennfremur ríflegar fatnaðargjafir frá eftirtöldum fyrirtækjum í
Reykjavík: Andrés Andrésson h. f., Fatabúðin, Haraldur Árnason
h.f., Heildverzlunin Hólmur h.f. og Verzlun H. Toft.
Auk þess barst nýr og notaður fatnaður frá Rauða kross deild-
um utan Reykjavíkur og fjölda einstaklinga í Reykjavík.
Samtals söfnuðust um 1500 flíkur af fatnaði.
Þá ber að geta þess sérstaklega, að Eimskipafélag íslands h.f.
hefur flutt allar vörurnar endurgjaldslaust til útlanda.
Reykjavík, 22. apríl 1952.
RAUÐI KROSS ÍSLANDS
Scheving Thorsteinsson.
Eins og greind skýrsla ber með sér, safnaðist allmikið af nýjum
og notuðum fatnaði, ennfremur matvæli og loks kr. 207.478,29 í
reiðufé.
Var því fé varið til kaupa á íslenzkum varningi, eftir að aflað
hafði verið vitneskju um það, hvað helzt hentaði hinu bágstadda
fólki á flóðasvæðinu.
Reykjavík, 25. apríl 1952.
Heilbrigt líf
87