Heilbrigt líf - 01.06.1952, Síða 90
ÁRSSKÝRSLA RAUÐA KROSS ÍSLANDS
Apríl 1951 til apríl 1952
Aðalfundur.
Aðalfundur hafði verið auglýstur með löglegum fyrirvara og átti
að vera þann 18. maí 1951. En þá mættu svo fáir fulltrúar, að
fundur gat ekki orðið lögmætur, og tilkynnti formaður því, að fund-
ur yrði haldinn að nýju eftir nákvæmlega hálfan mánuð.
Sá fundur var svo haldinn í húsi Verzlunarmannafélags Reykja-
víkur, föstudaginn 1. júní og settur kl. 16,30.
Formaður, Scheving Thorsteinsson, setti fundinn og stjórnaði
honum.
Mættir voru fulltrúar frá neðanskráðum deildum:
1. Akranesdeild.
2. Akureyrardeild.
3. Hafnarfjarðardeild.
4. ísafjarðardeild.
5. Reykjavíkurdeild.
6. Seyðisfjarðardeild.
Fyrir var tekið:
1. Úthlutað skýrslu um starfsemi RKÍ á síðasta starfsári.
2. Gjaldkeri las upp og skýrði reikninga félagsins fyrir síðast-
liðið ár. Voru þeir samþykktir í einu hljóði.
3. Þá var gengið til stjórnarkosninga. Úr stjóm áttu að ganga
Sveinn Jónsson, Jóhann Sæmundsson, Jón Mathiesen og Guðmundur
Thoroddsen.
Voru þeir allir endurkosnir í einu hljóði.
Stjórn RKI er nú þannig skipuð:
1. Scheving Thorsteinsson, lyfsali, (formaður).
2. Kristinn Stefánsson, læknir, (varaformaður), (kj. 49).
3. Bjöm E. Árnason, endurskoðandi, (gjaldkeri), (kj. ’49).
4. Gísli Jónasson, fulltrúi, (ritari), (kj. ’50).
88
Heilbrigt líf