Heilbrigt líf - 01.06.1952, Qupperneq 93
og- Grindavík, og afhenda þeim sjúkraskýlið í Sandgerði til starf-
rækslu.
Guðmundur Karl Pétursson, læknir, taldi hins vegar ekki ástæðu
til að afhenda sjúkraskýlið í Sandgerði einhverri deild RKÍ. Það ætti
frekar að heyra beint undir RKI, þar sem þess nytu útróðramenn
víðsvegar að af landinu, en ekki aðeins Sandgerðis- og Keflavikur-
búar.
Kristinn Stefánsson lagði til, að framkvæmdaráð RKÍ tilnefndi
tvo menn af sinni hálfu, en stjórn Reykjavíkurdeildar einn mann
úr sínum hópi til þess að vinna að því að fullgera bygginguna í
Laugarási.
Var þetta samþykkt.
Fundarstjóri þakkaði fulltrúum komuna og sagði síðan fundi
slitið.
Sjúkraskýlið í Sandgerði.
Sjúkraskýlið var starfrækt yfir vetrarvertíðina eins og áður, eða
frá 15. janúar til 21. maí.
Tíu sjúklingar lágu þar rúmfastir í samtals 96 daga. Einn dó,
sjö útskrifuðust, en tveir fóru á Hafnarfjarðarsjúkrahús til rann-
sóknar og frekari aðgerða. Gerðar voru 733 hjúkrunaraðgerðir á
sjómönnum og öðru aðkomufólki, en farnar 246 sjúkravitjanir út
um þorpið og í nágrenni þess. Böð urðu að þessu sinni 900 talsins.
Eins og undanfarið höfðu Keflavíkurlæknarnir til skiptis viðtals-
tíma í sjúkraskýlinu, sína vikuna hvor.
Ýmsar endurbætur þurfti að þessu sinni að gera á sjúki’askýl-
inu, svo sem að setja í það nýja ofna og gólfdúka. Hefur það allt
saman orðið ærið kostnaðarsamt.
Eftirlit með skýlinu annaðist Karl Magnússon, héraðslæknir, en
forstöðukona þess var Margrét Jóhannesdóttir, hjúkrunarkona RKI.
Hafði hún Ijósmóðurina í Miðneshreppi sér til aðstoðar.
Hjúkrunarkonan hafði einnig eftirlit með hreinlæti skólabarna.
Sjómenn og útgerðarmenn hafa, nú sem fyrr, styrkt starfsemina
með fjárframlög-um.
Heilbrigt líf.
3.—4. hefti 1950 kom út í ársbyrjun 1952 undir ritstjórn Páls
Sigurðssonar, læknis. Lætur hann þar með af ritstjórn, en við tekur
Elías Eyvindsson, læknir. Er von á nýju hefti innan skamms.
Námskeið.
Eins og að undanförnu ferðaðist hjúkrunarkona Rauða Kross ís-
lands, frk. Margrét Jóhannesdóttir, um landið og hélt námskeið, að
þessu sinni á eftirtöldum stöðum:
Heilbrigt líf
91