Heilbrigt líf - 01.06.1952, Blaðsíða 94
Að Laugum í Þingeyjarsýslu, námskeið í meðferð ungbarna og
heimahjúkrun. Þátttakendur voru 12 húsmæðrakennarar, víðsvegar
af landinu. Námskeiðið var haldið að tilhlutan Húsmæðrakennara-
félags Islands, fyrstu dagana í júlí.
Að Húsmæðraskólanum Löngumýri var í októbermánuði 28 stúlk-
um kennd meðferð ungbarna, heimahjúkrun og hjáip í viðlögum.
26 luku prófi.
Þá voru í nóvember haldin námskeið á vegum Sambands sunn-
lenzkra kvenna, svo sem hér segir:
í skólahúsi Fijótshlíðar, þrjú námskeið í hjálp í viðlögum og eitt
í heimahjúkrun. I þeim voru 41 þátttakendur, 25 konur, 6 karl-
menn og 10 unglingar úr efsta bekk Fljótshlíðarskóla.
I Stórólfshvolsskóla voru einnig haldin tvö námskeið, annað í
heimahjúkrun, en hitt í hjálp í viðlögum. Þátttakendur voru 20
konur og 6 unglingar á skólaaldri.
Hvort hinna síðasttöldu námskeiða stóðu yfir í 10 klukkustundir.
Starfsemi deilda.
Akranesdeild.
Aðalfundur deildarinnar var haldinn þriðjudaginn 27. marz. Dag-
skrá fundarins var samkvæmt félagslögunum. ICjörnefnd sú, sem
skipuð hafði verið, lagði til, að stjórnin yrði endurkosin. Var það
gjört. Stjórnina skipa:
Arni Arnason, héraðslæknir, formaður.
Ingunn Sveinsdóttir, frú, féhirðir.
Hálfdán Sveinsson, kennari, ritari.
Helena Haildórsdóttir, frú.
Hallgrímur Björnsson, iæknir.
Friðjón Runólfsson, kaupmaður.
Friðrik Hjartar, skólastjóri.
Endurskoðendur vom kosnir þeir sömu og áður, Jón Sigmunds-
son og Ingólfur Jónsson. Kosinn fulltrúi til að mæta á aðalfundi
RKI Árni Árnason, héraðslæknir, og til vara Jón Sigmundsson.
Stjórnin skipti með sér verkum á sama hátt og undanfarið ár.
Þrír stjórnarfundir voru haldnir á árinu. Stjórnin ákvað að ráð-
ast í kaup á sjúkrabifreið, og var það aðalmálið á þessu ári. Deild-
in sneri sér til RKI um liðveizlu í málinu, en hann vísaði til Sæ-
mundar Stefánssonar, heildsala, sem reyndist deildinni innan hand-
ar á ýmsan hátt, bæði um útvegun gjaldeyris- og innflutningsleyfis,
útvegun tilboða og afsláttar á flutningsgjaldi hjá „Eimskip“. Að
athuguðu máli komu einkum til greina tvö tilboð, þ. e. tilboð um
„International“-bifreið frá h.f. Heklu, og tilboð um „Dodge“-bifreið
92
Heilbrigt líf