Heilbrigt líf - 01.06.1952, Síða 104
bornar og öll húsin tvímáluð utan. Þá voru steypt gólf í bað, bún-
ingsherbergi og þvottahús og komið fyrir þvottavélum og leiðslum
að þeim.
Lagður vegur að húsum og umhverfi þeirra lagfært nokkuð, en
hvorugu þessara verka er nærri lokið.
Fengin 50 kilovatta rafvélasamstæða (diesel) frá Sölu setuliðs-
eigna ríkisins og vélasamstæðan gerð upp, flutt austur og henni
komið fyrir í vélahúsinu, eftir að gólf hafði verið steypt í það.
Byggt yfir heitavatnsgeymi, komið fyrir vatnsdælum, lagfærð
hitalögn og vatnsleiðslur og endurnýjuð salerni.
Rafleiðslur að dælustöð og í húsin, sem og raflagnir um húsin
og ljósatæki, var boðið út og samþykkt að taka tilboði frá Johan
Rönning h.f., að upphæð kr. 80.200,00. Yerkið er að mestu unnið
og mun því sennilega lokið um miðjan júní.
Samið hefur verið um að klæða innan eldhús og hafin vinna við
það.
Trésmiðja SÍBS er að ljúka smíði á innréttingu í eldhús, búr og
matvælageymslu, sem hún smíðar, flytur austur og setur upp fyrir
tæplega kr. 24.000,00.
Ráðin hafa verið kaup á raftækjum í eldhús, svo sem eldavél,
steikarapönnu, bökunarofni, suðupottum o. s. frv. frá Raftækja-
verksmiðjunni h.f. í Hafnarfirði. Verðmæti þessara tækja mun nema
kr. 27.000,00, en vonir standa til að hagkvæm kjör muni fást hjá
verksmiðjunni.
Samningar hafa tekizt um kaup á borðum í matsal, járnrúmum
fyrir 120 börn, ásamt dýnum í þau og rúm starfsfólks, við SIBS,
Reykjalundi fyrir samtals kr. 61.700,00.
Heildargreiðslur til 15. maí 1952 nema...... ca. kr. 286.000,00
Ógreitt fyrir umsamin verk..................—■ — 106.000,00
í sjóði .................................... — — 96.000,00
Væntanlegur styrkur frá Bæjarsjóði R-víkur--------- 125.000,00
Áður en rekstur barnaheimilisins getur hafizt, þarf að lagfæra
umhverfi húsanna mikið, girða nokkum hluta landsins, fullgera veg
að heimilinu, ganga endanlega frá vatns- og hitalögn, fullbúa eld-
hús og þvottahús, koma fyrir fatahengjum og bekkjum og ljúka
ýmiss konar smíði innan húss. Mun þetta allt reynast kostnaðarsamt.
Flutningur á öllum búnaði til heimilisins mun og reynast fjárfrekur.
Þrátt fyrir þetta gera nefndarmenn sér vonir um, að fé það, sem
nú er í sjóði, ásamt væntanlegum styrk, muni nægja að mestu.
Reykjavík, 20. maí 1952.
Kristinn Stefánsson.
102
Heilbrigt líf