Úrval - 01.08.1947, Blaðsíða 24
22
ttRVAL
Enda þóít stálturninn við
Almagordo, þar sem fyrsta
kjarnorkusprengjan var reynd,
væri yfir 30 metra hár, fund-
ust engir beygðir stálbitar eft-
ir sprenginguna, enginn vottur
af bráðnu stáli, jafnvel ekki
dropi af stálstorku.
Málmurinn bafði ummynd-
ast svo gersamlega, að hann
hafði ekki lengur neina eigin-
leika stáls. Eðlisfræðingar gátu
jafnvel ekki greint litróf járns
í hinum afmynduðu frumeind-
um.
Við Bikinitilraunina var
sprengjan látin springa á 20
metra dýpi, og þetta 20 rnetra
vatnslag hætti á svipstundu að
vera vatn eða jafnvel gufa.
Gjöreyðing vatnslagsins varð
þess valdandi, að sprengingin
fékk auðvelda útrás.
Sérfræðingar flotans hafa
spáð því, að vatnssúlan, sem
myndaðist við sprenginguna,
myndi vera í lögun eins og barr-
tré og ná 5 þúsunda metra hæð.
Þessi spádómur var byggður á
athugunum á dynamit spreng-
ingum í sjó, en þar sem eigin-
leikar dynamits og kjarnorku
eru gjörólíkir, þá er ekki að
undra, þótt spádómurinn reynd-
ist rangur.
Þegar dynamit springur, hef-
ir sameindin, sem losnar við
sprenginguna 3—7 km hraða á
sekúndu; þegar kjarnorku-
sprengja springur, fer kjarninn
með 80—160 þúsund km hraða
á sekúndu. Áhrif þessara
tveggja sprenginga á umhverfi
sitt eru svo ólíkar, að saman
mætti jafna að ungbarn kastaði
bolta í vegg og hleypt væri
skoti úr 20 mm. fallbyssu.
1 Bikinitilrauninni myndaðist
fyrst hvítur hringur, sem færð-
ist yfir lónið, góðan spöl á und-
an hinni risavöxnu og freyðandi
flóðöldu. Þessi hvíti hringur,
var hin svonefnda höggalda
(shock-wave), sem varð ein-
ungis sýnileg, vegna þess hve
ægilega öflug hún var.
Það var þessi meinleysislegi,
hvíti hringur, sem sökkti hinu
mikla, þríbyrta herskipi
Saratoga, en ekki flóðbylgjan,
sem á eftir kom. Orustuskipið
Arkansas var nær sprengistaðn-
um, enda lyfti vatnstrókurinn
þessu 25 þúsund tonna bákni 30
metra í loft upp, en það hafði
raunar ekki mikla þýðingu, því
höggaldan, sem fór með
1500 metra hraða á sekúndu,
hafði áður molað botn þess.
Ef kjarnorkusprengjan væri