Úrval - 01.08.1947, Blaðsíða 35
GERFIPARADlS
33
ar, leirkerasmíði... og brátt
ökum við framhjá skemmti-
siglingarsvæðinu, þar sem
skemmtisnekkjurnar sigla upp
eftir lónunum og leggjast að
grasigrónum bökkum.
Ég sat við hliðina á frú Dean,
sem kom til Bandaríkjanna
fyrir þrjátíu árum, fátæk stúlka
frá Nottingham í Englandi, og
sem nú á knipplingaverksmiðju
í New York, er veitir henni efni
til að dvelja þrjá mánuði á ári
á Pálmaströnd ásamt dóttur
sinni, fyrir 400 krónur á dag!
Svo komum við til Miami,
þar sem marglit neonljós rita
lýsandi auglýsingar á fjallháa
skýjakljúfa. Eg var fegin að
fljúga burt frá Miami í silfur-
gljáandi, fjögra hreyfla flugvél
— yfir Mexíkóflóann til New
Orleans. Þarna fyrir neðan
lágu tíglóttir steinsteypugim-
steinar, greiptir í pálma og
blómskrúð (sem haldið er lif-
andi með daglegri vökvun)
meðfram hvítri ströndinni og
ljósbláum sænum.
Mr. Flager hefur vissulega
skapað það sem guð gerði ekki
— enda hafði hann peningana!
CO ★ oo
<jtóð veiði.
María litla hafði verið í sunnudagaskólanum um morguninn.
Kennarinn hafð'i lagt út af setningunni: „Guð er alls staðar ná-
lægur.“
Seinna um daginn, þegar María litla sat við borðið heima og
drakk te með pahba sínum og mömmu, sagði hún:
„Mamma, er guð alls staðar ?"
„Já, elskan.“
„Er hann hérna í húsinu ?“
„Já, vina mín.“
„Er hann héma i stofunni?"
„Já.“
„Er hann í bollanum mínum?“
„Já.“
Þá brá María við, skellti litla lófanum yfir bollann og sagði
sigrihrósandi:
„Nú náði ég honum!"
— A. G. Powell í „Magazine Digest“.
5