Úrval - 01.08.1947, Blaðsíða 19
VERÐA FORELDRAR OKKAR ALDREI FULLORÐNIR ?
17
vandamál að giíma, láti erfið-
leikana bitna á þeim, sem næstir
standa, en það eru oftast for-
eldrarnir.
Þetta eru orsakirnar sem
liggja til grundvallar baráttunni
milli unglinganna og foreldr-
anna, en að sjálfsögðu lýsir hún
sér á margvíslegan hátt. Þau
eru ekki fá hugðarefni æskunn-
ar, sem unglingarnir telja, að
foreldrarnir leggist gegn, og
margar eru aðfmnsiurnar, sem
þeir fá fyrir framkomu sína.
Margir piltar kvarta yfir því,
að þeir megi ekki aka bíl, og al-
gengt umkvörtunarefni stúlkna
er það, að þær megi ekki fara í
bíltúra með piitum á kvöldin.
Þá er algengt, að unglingar
kvarti yfir matnum, sem verið
sé að neyða þá til að borða —
hann sé vondur á bragðið, þótt
hann kunni að vera hollur. Ávít-
ur eru margskonar: Einkunn-
irnar of lágar, ógætileg peninga-
eyðsla, slæmir borðsiðir o. s. frv.
— Mörgum unglingum mislík-
ar, að móðirin tali við þá eins
og börn eða gorti af þeim við
aðra.
Það er því lítil furða, þótt
margir foreldrar láti hugfallast,
þegar velvild þeirra og hjálp-
semi í garð barnanna er svo
herfilega misskilin. En slíkt von-
leysi dugar ekki, því að vanda-
mál unglingsins eru jafnframt
vandamái foreldranna, og það
eru þeir, sem hafa gert hann að
því, sem hann er. Tveir sérfræð-
ingar, Travis og Baruch, kom-
ast svo að orði í bók sinni,
Persónuleg vandamál daglegs
lífs: „Margir af erfiðleikum
unglingsins eiga rætur sínar að
rekja til bernskuáranna. Þegar
barnið hefir búið við öryggi og
hefir lifað ánægjulega og
óþvingaða bernsku — þá mun
það verða hæft til að taka þeim
breytingum, sem unglingsárin
hafa í för með sér.
Fullnæging tilfinningalífs
barnsins byggist fyrst ogfremst
á foreldrunum. Kærleikur
þeirra, alúð og umhyggja, voru
hornsteinarnir í lífi þess. Það
eru foreldrarnir, sem hafa gert
barnið að því, sem það er. Það
er af þeirra völdum, að miklu
leyti, að unglingurinn er djarf-
ur eða kjarklaus, alúðlegur eða
óvingjarnlegur. Það er stað-
reynd, að aðbúðin og atlætið í
bernsku ræður hér miklu um.
Þegar barnið hefir náð ung-
lingsaldri, hættir það að vera
svo nátengt foreldrum sínum
sem það áður var. Það finnur
3