Úrval - 01.08.1947, Blaðsíða 88
86
TJRVAL,
í óveðrum eða of sterku sól-
skini má tjalda yfir kerin.
Sýklar, sveppir og skordýr, sem
valda sjúkdómum í plöntum,
þrífast ekki í efnablöndunni,
sem jurtin er ræktuð í, og ef
plantan samt sem áður sýkist,
er auðvelt að koma í veg fyrir
útbreiðslu sjúkdómsins með því
að taka burtu sjúku plöntuna,
sótthreinsa kerið og setja í það
nýjan lög, og tekur þetta aðeins
fáeinar mínútur.
Fólk, sem aldrei hefur borðað
vatnsræktaða ávexti eða græn-
meti, spyr oft: ,,en er ekki hálf-
gert gerfiefnabragð af þessu.“
„Nei,“ segir dr. Spessard —
og allir sem til þekkja eru á
sama máli — „Það er eins og
af bezta jarðargróðri — nema
betra.“
* * ¥
Hygginn, þótt lííiil sé.
Bill litla (sex ára) langaði ákaflega mikiS til að eignast hund.
Strákarnir, sem hann lék sér við, áttu hvolpa, sagði hann við
pabba sinn, og hann mátti til með aö eiga hund líka. Pabbi hans
hafði litla löngun til að fá hund á heimilið, en svo datt honum
i hug, að það væri kannske ráð til að bæta heimilisfriðinn, þó
ekki vseri nema um stundarsakir.
Hann sagði þvi Bill, að hann skyldi fá hvolp, ef hann lofaði
því að gera allt, sem honum væri sagt að gera, næstu tvær
vikur. Auk þess skyldi hann, þegar þessar tvær vikur væru
liðnar, fórna einhverju, sem honum þætti mjög vænt um.
Þó að Bill fyndust skilmálarnir harðir, þráði hann svo mjög
að eignast hund, að hann gerði allt, sem honum var sagt næstu
tvær vikur. En þegar að því kom, að hann skyldi færa fórnina,
datt honum ekki í hug neitt, sem hann tímdi að missa, af þvx
sem hann átti.
Loks fann hann þó lausnina, fór til pabba síns og sagði:
„Pabbi, ég ætla að fórna hundinum. Ég er búinn að vera góður
drengur í tvær vikur, og nú fórna ég hundinum, sem mér þykir
voða vænt um. Fæ ég þá hundinn, pabbi?“
Hann fekk hundinn.
— Norman MacLeod í „Magazine Digest".