Úrval - 01.08.1947, Blaðsíða 80
78
TJRVAL
líktist mest grunnri skál á
hvolfi. Báðum megin á höfðinu
voru stuttir þreifiangar, en
milli þeirra víður munnur, sem
opnaðist og lokaðist með á að
gizka tveggja sekúndna miliibili.
Ég álít að munnvíddin hafi ver-
ið, 30—45 sm., og munnurinn
opnaðist allt að 15 sm.“
AIIs sást „skrímslið“ þrjátíu
og sjö sinnum árið 1933. Gaml-
ir menn eins og Daniel Cameron,
stýrimaður á dráttarbátnum
Scot II, fóru að brosa hæðnis-
brosi. Mörgum árum áður hafði
hann skýrt frá því, og það þrisv-
ar sinnum, að hann hefði séð
eitthvað „hræðilega stórt cg
kynlegt," í vatninu, og orðið að
athlægi fyrir. 20. dag október-
mánaðar 1933, stóð Daniel
Cameron við stýrið á bát sínum
og sá þá „skrímslið" svamla yfir
vatnið „með miklum boðaföll-
um.“ I þetta skipti gátu þrjú
vitni vottað um atburðinn —
vélamaðurinn og kyndarinn á
dráttarbátnum, og McMillan
nokkur, sem var á pramma
þeim, er dráttarbáturinn hafði
í eftirdragi.
Árið 1934 var mikill ferða-
mannastraumur til Messvatns-
ins,“ til þess að sjá skrímslið”,
enda sást það áttatíu og tvisvar
sinnum þetta ár. Það gerðist nú
ófeimnara en áður. Fyrir kom,
að allt að sex — og einu sinni
níu — hnúðar sáust á yfirborð-
inu.
í júní sama ár, sá Alexander
Campell (sá er komið hafði
fregninni um „skrimslið“ á
kreik) „skrímslið“ með eigin
augum í fyrsta sinn. Síðar sá
hann það þrisvar sinnum að
auki.
Það var klukkan hálf tíu að
morgni. Vatnið var spegilslétt
og skyggni ágætt. Allt í einu sá
hann „skrímslið“ rísa upp úr
vatninu, og gat hann auðveld-
lega greint, hvernig búkur þess
var lagaður.
Hann náði sér í blýant og
vasabók og dró upp mynd af
„skrímslinu“ eins og það hafði
borið fyrir augu hans. Það var
„langt og dálítið loðið, um 9
metrar á lengd og álíka hátt og
fullvaxinn maður. Það hafði
mjóan háls og höfuð þess var
eins og hestshaus.“
„Skrímslið" hreyfði sig ekki
í nokkrar mínútur, en þegar það
heyrði hávaðann í tveim gufu-
bátum, stakk það sér skyndi-
lega og hvarf í djúpið.
Árið 1935 sást „skrímslið"
tuttugu og fimm sinnum; árið