Úrval - 01.08.1947, Blaðsíða 16
Mörgum ung-lingtun finnst það sök foreldr-
anna, að þeir lentu á villigötum.
Hvers vegna verða foreldrar okkar
aldrei fullorðnir?
Grein úr „Magazine Digest".
t1G er að verða sextán ára og
” er 4ijaf iega einmana og
misskilin. Enda þótt ég sé nærri
uppkomin, kallar móðir mín mig
alltaf barnið sitt. Og faðir minn
vill ekki að ég fari út með pilt-
unum. Við eigum í stöðugri bar-
áttu. Hvað á ég að taka til
bragðs? Foreldrar mínir skilja
mig ekki.“
Þetta er mjög venjulegt bréf,
eitt af mörgum, sem berast
bréfadálkum blaðanna. Það gef-
ur til kynna, að ekki sé allt með
feldu um samband unglinga og
foreldra þeirra. Ábyrgðin á rétt-
um skilningi þessa vandamáls
hvílir á foreldrunum, því að það
hefir geysi miklar og víðtækar
afleiðingar. Þær koma t. d. fram
í þeirri staðreynd, að því er
Bandaríkin snertir, að þar í
landi eru dag hvern framin tvö
morð af börnum. Það er og
kunnugt, að forhertustu of-
drykkjumenn byrja feril sinn á
unglingsárum. Margt fleira,
engu síður alvarlegt, mætti
telja.
Til þess að við getum skilið
sálarlíf unglinganna, verðum
við að skilja æskuna. Hvað er
æskan? Æskan er það, þegar
barn breytizt í fullvaxna per-
sónu. Hinar ytri breytingar eru
auðsæjar. Telpan fær kvenlegt
vaxtarlag; hún er ekki lengur
mjófætti, gelgjulegi krakkinn,
sem hún var fyrir einu eða
tveim árum. Drengurinn verður
herðabreiðari, hann fær skegg-
hýjung á vangana og röddin
verður dýpri. Það eru kynkirtl-
arnir, sem eru teknir að vaxa
í telpunni og drengnum.
En samfara þessum líkamlegu
breytingum breytist og sálarlíf-
ið eða persónuleikinn. Það eiga
foreldrar erfitt með að skilja.
Barnið þeirra er allt í einu orð-
ið gjörbreytt: það vill reykja
sígarettur, aka bifreið og fara á