Úrval - 01.08.1947, Blaðsíða 34
32
ÚRVAL
í stríðinu og tók þátt í orustun-
um á Filippseyjum, segir: „Góði
pabbi, af hverju ertu alltaf að
að tala um stríð ? Ég er svei mér
búinn að fá nóg af þeirri
skemmtun."
„Maður verður að horfast í
augu við staðreyndirnar, dreng-
ur minn.“
„Milli hverra heldur þú að
stríðið verði pabbi?“
„Þú veizt það vel... við
verðum að berjast við Rússana
áður en það er of seint.“
„Þakka þér fyrir upplýsing-
arnar. Þá veit ég við hvern ég
á að berjast. Mér er sama. En
það er gott að fá að vita það
með nokkurra daga fyrirvara."
Drembilát blómarós, í nýjum
nylonbaðfötum með einu axla-
bandi, blandar sér í samræðurn-
ar; hún er hrædd um, að þær
kunni að komast þreytandi
nærri kjarna málsins: „Hvernig
er ástandið í Englandi? Slæmt,
býst ég við? Það var svo sæt
mynd af flóðunum í Pálma-
strandartíðindum í morgun.
Hún var af litlum hvolpi, sem
var á reki á viðarkubb! Gefðu
mér aftur í glasið, Mike, úr því
að þú ert þarna.“
Og svo yfirgaf ég þessa
gerfiparadís, þar sem allir eru
sólbrúnir á hönmd og þar sem
óviðeigandi er að minnast á f jár-
hagsörðugleika; þar sem næt-
urnar eru undurfagrar og
pálmatrén uppljómuð með
flæðiljósum og marglit Ijós
Ieika um litskrúðugar hita-
beltisjurtir í fullum blóma; þar
sem mjúkir fiðlutónar líða um
steinlagða stíga í laufskrúðug-
um trjálundum og loftið er
mettað af angan frá magnólíum
og jasmínum .. . Og ég Iegg leið
mína til Miami — hundrað og
fimmtíu krn með áætlunarbíl
— meðfram óteljandi minnis-
merkjum um Mr. Flager.
Alls staðar, þar sem viðdvöl
var, kallaði bílstjórinn upp
staðarnöfnin — „Boeontrol...
Fort Worth ... Hollywood .. .“
Staðirnir eru allir eins í mínum
augum — stór bílastæði, þar
sem gestirnir leggja straum-
línuvögnum sínum ... hvít
sumarhús og inn á milli stakir,
óþrifalegir kofar, þar sem
negraf jölskyldur búa ... aug-
lýsingaspjöld með jöfnu millibili
alla leiðina... og kaffihús:
„Hamborgar himinn,“ ,*Pleez-
Sing Café“ .. . sölubúðir undir
berum himni, þar sem seld eru
grimmdarleg tréskurðarandlit,
skorin í kókoshnetur, sjimpans-