Úrval - 01.08.1947, Blaðsíða 40
ss
TJRVAL
ungir menn í hóp — og keppt-
um allir að sama marki. Lífið
var yndislega einfalt; allt sem
maður gerði, hafði þýðingu. Ef
maður skaut máf, var það stór-
viðburður. Og við urðum leikn-
ir í ýmsum störfum — sumir
kortlögðu landið, sern áður var
óþekkt, og aðrir lærðu að
stjórna hundasleðum og róa
húðkeipum. Grænland er ótrú-
lega fagurt land. Á sumrin er
dagur alltaf á lofti eða því sem
næst og litskrúðið er dásam-
legt, þegar sólin er að setjast
eða koma upp. Leiðangur okk-
ar var líka töluvert áhættu-
samur. Sleðarnir gátu hrapað
niður í sprungur á ísnum og
húðkeiparnir voru valtir. For-
ingi okkar, Gino Watkins, fórst
er húðkeip hvolfdi.
Tíu árum síðar lifði ég við
líkar aðstæður í frumskógum
Malaya, á bak við japönsku víg-
línuna. Enn var lífið einfalt og
óbrotið, eins og ávallt á stríðs-
tímum. En níi felldum við Jap-
ani, í stað þess að rannsaka
flugleiðir, og skutum apa í stað
sela. Enn var rík félagshyggja
meðal okkar, sem ekkert gat
unnið bug á nema fangelsun eða
dauði. Líf okkar var komið
undir leikni okkar sem her-
manna og frumskógabúa. 0g
umhverfið var fagurt, en í stað
hinna heiðu, köldu lita heim-
skautalandsins var grænn og
skuggalegur frumskógurinn.
Og hættan var stöðugt á næstu
grösum — tígrisdýr, fílar,
slöngur, sporðdrekar, eitruð
skorkvikindi, hitasóttin og að
síðustu Japanarnir, sem sátu
sífellt um líf okkar.
Það er auðvelt fyrir mig nú
að gleyma því, að ég missti
neglur af höndum og fótum
vegna kals í Grænlandi, að við
gátum ekki þvegið okkur eða
haft fataskipti mánuðum sam-
an og urðum að iifa á þurrkuðu
kjöti og smjörlíki um langan
tíma vegna eldneytisskorts. Og
ég er hálfbúinn að gleyma því,
að ég særðist oft, meðan ég
hafðist við í Malayaskógunum,
þjáðist af hitasótt hvað eftir
annað og varð að lifa mánuð-
um saman á tapiocajurtum, með
slöngur, rottur og soðin laufblöð
til bragðbætis. Ég minnist að-
eins ánægjunnar, félagsskapar-
ins, fegurðarinnar og gleðinnar
yfir því, að vinna bug á erfið-
leikunum og hættunum.
Hvað hættunum viðvíkur, þá
á ég ekki við það, að maður
eigi að hætta á eitthvað vegna