Úrval - 01.08.1947, Blaðsíða 109
TlKIN HANS SAMS SMALL
107
kennt: að hlýða kalli, standa,
sitja og leggjast niður.
Hún var svo fijót að læra, að
Sam fór að Ieggja þyngri þraut-
ir fyrir hana. Hann dreifði pen-
ingum um góifið, og skipaði
henni að færa sér þá. 1 hvert
sinn, sem hún kom með pening,
fekk hún lifrarbita að launum.
Bráðlega varð Blurry ákaflega
leikin í þessari list.
Allir Yorkshiremenn vita, að
þetta er ágætis bragð. Þeir
kenna hundum sínum það,
vegna þess, að ef til vill rekast
hundarnir á peninga á götunum
eða á gangstéttunum, og það er
ekki að lasta, að þeir komi með
þá heim til húsbónda síns. Það
er vert aðtakaþettaskýrtfram.
Yorkshire hundarnir eru að vísu
vandir á að hirða peninga, sem
þeir finna, en ekki — eins og
sumar rægitungur hafa látið í
veðri vaka — til þess að hrifsa
peninga, sem vegfarandi hefir
misst á götuna og ekki unnizt
tími til að taka upp.
Flurry var fljót að komast
upp á lag með þetta, en Sam
datt þó ekki í hug, að neitt stór-
kostlegt væri í aðsigi. Þá var
það eitt kvöld, um hálfum mán-
uði eftir að tatarinn hafði
komið, að Sam hélt í hálsband
tíkarinnar, horfði í augu henn-
ar og hrósaði henni hástöfum
fyrir frammistöðuna.
„Ég er viss um að þú færð að
vera hér, eftir að Mully er kom-
in, enda þótt henni sé meinilla
við að hafa hunda á heimilinu.“
Fiurry skjögraði út í horn í
herberginu og var sýnilega nið-
urdregin.
„Svei mér þá,“ sagði Sam, „ef
hún skilur ekki hvert orð, sem
ég segi.“
Sarn fann til ónotahrolls í
bakinu og það var einhver und-
arleg angan í loftinu. Svo kvað
við þrumugnýr.
„Svo það er af þessu, að þú
ert svona skrítin," sagði hann.
„Svona eru allir hundar. Ég hefi
aldrei séð hund, sem var ekki
lafhræddur við þrumuveður.
Komdu hérna, greyið mitt.
Komdu!“
Tíkin kom til hans.
„Svona nú,“ sagði Sam,
„þetta er bara þrumuveður, það
er engin hætta á ferðum.“
Tíkin mændi á Sam, og það
var engu líkara en hún skildi
hvert einasta orð, sem hann
sagði.
„Það er eins og þú skiljir mig,
greyið litla. Ég vildi óska, að
þú gætir talað.“