Úrval - 01.08.1947, Blaðsíða 52
50
ÚRVAL
þegar hann var skóladrengur.
Sama ár reyndi hann að Ijós-
mynda anda, — „poltergeist“
—, en sú tegund anda er ærið
uppivöðslumikil og gerir við-
kvæmu fólki marga skráveifu.
Hann dvaldi næturlangt ásamt
vini sínum í mannlausu húsi og
heyrði greinilega alls konar
dularfull hljóð og hávaða. Priee
hafði hugkværnst að koma fyrir
sjálfvirkri myndavél í húsinu,
en þegar myndin var framköll-
uð, sást ekkert annað en auður
stigi.
Djúp undirvitundarinnar hafa
ekki verið könnuð til hlítar enn
sem komið er. Harry Price er
að vísu ekki enn orðinn sann-
færður um lífið eftir dauðann,
en hann er fróðari en nokkur
annar maður um hve margt það
er „milli himins og jarðar“,
sem ekki verður skýrt eða skilið
á venjulegan hátt.
Schneiderbræðurnir eru gott
dæmi um þetta. Þeir fæddust í
Branau — fæðingarbæ Hitlers
— og það var von Schrenck-
Notzing barón, sem fyrst veitti
þeim athygli, en hann var einn
hinn merkasti sálarrannsókna-
maður meginlandsins.
Price var á miðilsfundi með
Willy árið 1922. Sjö árum síðar
fór hann með yngri bróðurinn,
Rudi, til London, til þess að
gera þar tiiraunir undir ströngu
eftirliti. Alls konar varúðarráð-
stafanir voru viðhafðar; m. a.
sýndi sjálflýsandi rafmagns-
mælir, ef nokkur fundargesta
hrejÆði hönd eða fót. Þrátt fyrir
allar þessar varúðarráðstafanir
hreyfðust pappírskörfur, bjöll-
ur, sítarar og vasaklútar sjálf-
krafa; borð fóru á fleygiferð og
högg og dynkir kváðu við. Price
var sannfærður um, að Schneid-
erbræðurnir væru orsök þessara
fyrirbrigða, og að engin leið
væri að skýra þau með eðlileg-
um hætti.
„En fyrir hvern heiðarlegan
miðil,“ sagði Price, „koma
tuttugu svikarar. Og ég hefi
ekki legið á liði mínu við að
fíetta ofan af þeim.“
*
En sálarrannsóknir, draugar
og miðlar eru ekki hin einu við-
fangsefni Harry Price, enda
þótt rannsóknir hans hafi eink-
um beinzt að þeim. Ilann eyddi
sextán árum til þess að reyna að
komast fyrir leyndardóm
draugagangsins í Borley prests-
setrinu, en í því húsi voru taldir
mestir reimleikar á Englandi;