Úrval - 01.08.1947, Blaðsíða 117
TlKIN HANS SAMS SMALL,
115
„Hvað segir þú um tímann,
Capper?“
„Ja, eftir því sem mér telzt
til, þá munar ekki broti úr sek-
úndu á þeim. En hafðu ekki hátt
um. það.“
Menn biðu órólegir eftir úr-
skurði dómarans. Loks tók hann
ofan hattinn og gekk fram.
„Tad Pettigills og Flurry Sams
Small hafa jafnan tíma. En
dómararnir hafa orðið sarnmála
um að veita Tad fyrstu verð-
iaun, með tilliti til þess, að hann
fór gætilegar með féð.“
Sam og vinir hans urðu sem
steini lostnir við þessi tíðindi, og
Gaffer Sitherthwick var nærri
búinn að fá slag, þegar hann
hugsaði um pundið, sem hann
hafði tapað. Hann var nú búinn
að tapa þrjátíu shillingum.
Þetta hefði því orðið reglulegur
hörmungardagur í sögu Polk-
ingthorpe, ef Pettigill hefði ekki
farið að státa af sigrinum. Hann
gekk til Polkingthorpemanna
og sagði drembilega: „Af hverju
komið þið ekki hingað til Lan-
cashire, til þess að læra að ala
upp hunda?“
Þetta var auðvitað meiri
móðgun en svo, að nokkur
Yorkshiremaður gæti þolað
hana. Ian Cawper var farinn að
hugsa um að nota handaflið,
þegar Sam sagði:
„Ég skal játa, að það er prýð-
is hundur, sem þú átt, Pettigill.
En ef hundurinn þinn og Flurry
mín kepptu í reglulegri vits-
munakeppni — ja, þá skal ég
veðja fimm pundum um það, að
tíkin mín vinnur.“
„Þú mátt svo sem tapa meiru
af peningunum þínum fyrir
mér,“ sagði Pettigill.
Það varð því að samkomu-
lagi, að ný keppni skyldi haldin,
og átti hvor eigandi að leggja
gáfnaþraut fyrir sinn hund.
Efnaður fjárkaupmaður, Wat-
cliffe að nafni, fók að sér að
dæma.
Það var mikill æsingur í
mönnum, þegar fréttist um
þessa keppni, og var veðjað
óspart af báðum aðilum. Allir
Polkingthorpemenn veðjuðu líka
— allir nema Gaffer. Hann vildi
ekki veðja oftar, og var fýldur
á svipinn. Svo drógu þeir Sam
og Pettigill strá úr hatti, til
þess að ákveða, hvor hundurinn
ætti að byrja keppnina.
Pettigill dró styttra stráið og
átti því að byrja. „Sjáðu nú til,“
sagði hann við hundinn, „þarna
hefi ég látið staf, stein, húfuna
mína og vasaklút. Vill ekki ein-