Úrval - 01.08.1947, Blaðsíða 113
TÍKIN' HANS SAMS SMALL
111
„Nei, þú sieppur ekki svona
auðveldlega,“ sagði Gaffer upp
yfir alla. Hann var ekki vanur
að láta tækifæri tii græða skiid-
ing í veðmáli, ganga sér úr
greipum.
„Sagði Sam ekki, að tíkin
hans væri eins vitur og hver
önnur?“
„Jú,“ samþykktu viðstaddir.
„Og sagðist hann ekki þora
að veðja?“
„Jú,“ var svarað.
Sam brá sér í leikaragervi og
lék hlutverk sitt með prýði.
Hann ókyrrðist á stólnum og
þurrkaði sér um ennio.
„Ég sagði þetta bara svona,“
mótmælti hann.
„Nei, þú sagðist þora að
veðja,“ sagði Gaffer, og iét eng-
an biibug á sér finna. „Og ég
skal veðja tíu shillingum um
það, að tíkin þín er ekki eins
vitur og tíkin, sem ég sá í Hudd-
ersfield."
„Ég veðja,“ sagði Sam, og tók
upp peningana.
Það varð háreysti í kránni.
„Geymdu peningana, Row-
ley,“ sagði Sam og rétti honurn
shillingana. Gaffer, sem fór að
gruna, að hann hefði ef til vill
hlaupið á sig, gerði slíkt hið
sama. En hann huggaði sig við
það, að það hafði aldrei verið til
neinn hundur í Huddersfield,,
sem hafði leikið þessar listir,
sem hann var að segja frá —
og úr því að enginn hundur
hafði leikið þessar listir hingað
til, þá voru lítil líkindi til að
neinn myndi gera það nú.
En Sam og hinir piltarnir
voru farnir að rýma til í veit-
ingastofunni, og að því Ioknu
röðuðu þeir peningunum á gólf-
ið. Þá kom Gaffer og ruglaði
þeim aftur, þannig, að stærsti
peningurinn yrði ekki við hliö-
ina á hinum næst stærsta.
„Fyrst verð ég að segja tík-
inni minni frá þessari þraut,“
sagði Sam, „því að hun hefir
aldrei gert þetta fyrr. En ég er
viss um, að henni tekst vel, ef
ég skýri það fyrir henni. Það
er leyfilegt að útskýra leikregl-
ur fyrir keppni.“
„Nei, það var ekki í veðmál-
inu,“ sagði Gaffer.
„Sam hefir á réttu að
standa,“ sögðu viðstaddir einum
rómi. „Rétt er rétt.“
Svo sneri Sam sér að Flurry
og fór að útskýra fyrir henni
gildi peninganna, sem lágu á
gólfinu. Og Flurry sat eins og
brúða, rak út úr sér tunguna.
og hlustaði á hann með athygli.