Úrval - 01.08.1947, Blaðsíða 58
56
tJRVAL
kast sú aðferð í brezka flotan-
um.
Lífgunartilraunin hefst með
því, að börunum er hallað 45°,
með höfuð sjúklingsins niður,
og haldið þannig, unz allt vatn
er runnið úr lungum og maga.
Þá er byrjað að rugga. Eftir
nokkur augnablik er hallinn
minnkaður í 30°, og ruggað tíu
sinnum á hvorn veg á mínútu.
Með þessu móti kemst nóg loft
í lungun — 600 rúmsentimetr-
ar við hverja hreyfingu, eða 20
sinnum meira en ef Schaefer-
aðferðin er notuð.
Það þarf ekki nema einn
mann til þess að rugga — og
það geta allir gert, óvanir sem
vanir. Ennfremur hefir aðferð
Eves þann kost, að rif eða inn-
ýfli verða ekki fyrir hnjaski.
Meðan sjúklingnum er rugg-
að, skal færa hann úr vosklæð-
um, nudda hann og hlúa að hon-
um með teppum.
Það segir sig sjálft, að allar
lífgunaraðferðir eru gagnslaus-
ar, nema þær séu hafnar þegar
í stað. Ef drukknandi maður er
dreginn inn í björgunarbát og
ekkert aðhafst, verður hann
látinn áður en komið er í land.
Þess vegna er sjálfsagt að nota
Silvester- eða jafnvel Schaefer-
aðferðina, meðan hann er á
leið til lands. Eða tveir menn
setjast hvor gegnt öðrum, tak-
ast í hendur og rugga mannin-
um á handleggjunum á milli
sín.
Þegar komið er í land, má
nota tvíhjóla kerru til að rugga
á. Slíkar kerrur er auðvelt að
hafa til taks á baðströndum.
Það er skoðun dr. Eves, að
gott sé að leggja heitavatns-
flöskur við hnakka sjúklings-
ins, því að þar eru taugaflækj-
urnar, sem stjórna öndun-
inni. Og flöskurnar eiga að
vera brennheitar. Hann minnist
þess, að indverskur töframaður
var lífgaður við, eftir að hafa
verið grafin í tíu daga, með því
að heitu vatni var hellt yfir
höfuð hans og háls.
Búist er við, að ruggaðferðin
valdi byltingu í lífgunaraðferð-
um, þar sem hún skapar eins-
konar stállunga úr planka, sem
vegur salt, og allir kannast við.
CC ★ CCl