Úrval - 01.08.1947, Side 120

Úrval - 01.08.1947, Side 120
118 ÚRVAL „Tíu þúsund pund,“ sagði hann. Sam vissi vel, að enginn myndi borga svo mikið fé fyrir einn hund. Hann vissi líka, að Wateliffe vissi það. En hann vissi ekki, að Flurry var með öllu ókunnugt um hlutfallslegt gildi fjárhæða. Hún skildi að- eins, að Sam vildi selja hana. Hún varð alveg örvita og ætlaði að hlaupa út. Watcliffe varð starsýnt á hundinn, og Sam fór að óttast, að allt væri að kom- ast upp. „Komdu hérna, Flurry,“ kall- aði Sam. „Ég kem ekki,“ svaraði Flurry í örvæntingu. „Ég læt ekki selja mig.“ Watcliffe stóð eins og negld- ur niður. Það kom kökkur í háls- inn á honum. „Það var eins og ég heyrði eitthvað,“ sagði hann loks. Nú varð Sam að vera snar- ráður. „Það var ekki neitt. Það var bara súgurinn í reykháfn- um. Stundum er hann alveg eins og mannsrödd.“ „Ég skal bölva mér upp á það,“ sagði Watcliffe, „að ég heyrði stúlkurödd uppi á Iofti.“ „Það er engin stúlka í hús- inu,“ mótmælti Sam. Watcliffe horfði á Sam, hristi höfuðið og sagði: „Viltu gefa mér skýringu á þessu, Sam?“ Og nú var Sam kominn í lag- lega klípu. Hann gat ekki sagt Watcliffe frá því, að hundurinn gæti talað; það hefði orðið til þess eins, að sannfæra gestinn um, að Sam væri brjálaður. Ef hann á hinn bóginn segði, að það væri stúlka uppi á lofti, þá hefði það líka haft alvarlegar afleiðingar. Hann var að velta því fyrir sér, hvort væri heppi- legra, að vera talinn siðspilltur eða vitfirrtur. En meðan hann var að hugsa, valdi Watcliffe fyrir hann. „Sam Small,“ sagði hann dap- urlega. „Og þú á þessum aldri! Og ég, sem er styrk stoð kirkjunn- ar þinnar! Ég blygðast mín fyr- ir þig.“ „Nú, hvað er að?“ spurði Sam, sakleysislega. „Gerðu ekki illt verra með því að ljúga í tilbót, Sam Small. Og að hugsa sér, að konan þín, sem elskar þig, er í Ameríku og verður að bjóða byrginn hvers konar hættum, meðan þú lifir hér eins og skepna — heldur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.