Úrval - 01.08.1947, Blaðsíða 36
S';o(5attakannanastofnanir í ýmsum
íöiuiuiu hefja með sér samstarf.
Aljojóðleg skoð anakönnun.
Grein úr „Omnibus",
eftir Douglas Liversidge.
AÐ er einn maður í Eng-
lanöi, sem veit meira um
hugsunarhátt og skoðanir sam-
landa sinna en nokkur annar
núlifandi maður.
Þessi maður er Henry
Durant, 44 ára gamall heim-
spekidoktor og forstjóri brezku
Skoðanakönnunarstofnunarinn-
ar. Og innan fárra mánaða
verður honum ef til vill orðið
kunnugt um skoðanir manna
um víða veröld. Er þetta árang-
ur fundar, sem haldinn var í
London, þar sem fulitrúar frá
mörgum þjóðum mættu til þess
að ræða framkvæmdaratriði í
sambandi við alþjóðlega skoð-
anakönnun. Á fundi þessum
voru mættir fulltrúar frá Ame-
ríku, Kanada, Ástralíu, Brasi-
líu, Frakklandi, Hollandi, Sví-
þjóð, Danmörku og Noregi.
Hingað til hefir hver stofnun
starfað innan landamæra síns
eigin lands og hafa slíkar skoð-
anakannanir leitt margt skrítið
í ljós. Flestir Ástralíumenn
vilja t. d. fremur teljast brezkir
þegnar en ástralskir, og 51%
þeirra vilja banna giftingar, ef
líkindi eru til að afkvæmin
verði veikluð. Enda þótt flestir
Kanadamenn séu fylgjandi há-
um ellistyrkjum, vita 27%
þeirra ekki um., hve miklu
styrkirnir nema nú. Flestir full-
vaxta karlmenn telja, að nýtt
gullæði myndi ekki hafa áhrif
á þá, þeir yrðu ósnortnir, þótt
nýtt Klondyke kæmi á dagskrá.
Flestir Bandaríkjamenn vilja
að S.Þ. hafi fast aðsetur þar í
landi, en eru mótfallnir því, að
Bandaríkin greiði helming
kostnaðar S.Þ. árið 1947.
Nærri helmingur brezku þjóð-
arinnar tekur þátt í knatt-
spyrnuveðmálum. Tæpur helm-
ingur fer í kvikmyndahús a. m.
k. einu sinni í viku, og kvik-