Úrval - 01.08.1947, Blaðsíða 27
Kunnur sálfræðingur athugar og
skýrir sex leiðir ástarinnar.
Sálfrœðingur athugar ástina.
Úr bókinni „Love against Hate“,
eftir dr. Iíarl Menning-er.
I^EIR, sem ekki sýna ást sína,
elska ekki,“ segir gamalt
máltæki. Og hvernig sýna þá
vinir, foreldrar og börn, eigin-
rnenn og eiginkonur, hvert öðru
vináttu og ást?
í langflestum tilfellurn birtast
vináttu- og ástarmerki okkar
ekki á líkamlegan hátt, heldur
með því, að við skiptumst á
hugmyndum eða njótum sam-
eiginlega einhverrar skemmt-
unar. I þessu sambandi má
benda á hina hefðbundnu venju
að eta (eða drekka) saman.
Fyrsti ástarvotturinn, sem
barnið skilur, er þegar því er
gefið að borða; það eru fyrstu
kynni þess af ástinni. Þess
vegna hefir það mikla, táknræna
þýðingu alla ævi að vera gefið
að borða. I undirvitundinni er
matur sama sem ást. Það er
þess vegna skiljanlegt, að sam-
sætin og veizlurnar, enda þótt
leiðinlegar séu, oft og einatt, eru
stöðugt notaðar sem vináttu-
vottur. Ef tvær persónur hneigj-
ast hvor að annarri, kemur þeim
fyrst í hug að borða saman, og
enda þótt oft sé litið á þetta sem
heppilegt tækifæri til þess að
geta spjallað saman og kynnzt
nánar, þá er þó hin táknræna
þýðing hins sameiginlega borð-
halds veigameiri en orðin sem
töluð eru. Kristin trú viður-
kennir þetta með sakramentinu.
Að deila fæðu sinni með öðr-
um í vináttuskyni, er náskylt
öðru ástarmerki — að gefa gjaf-
ir. Barnið getur lítið gefið í
staðinn fyrir fæðuna, sem það
fær, en það reynir þó að gefa af
veikum mætti. Eftir því sem það
eldist, verða gjafir þess veiga-
meiri, og sýna, í vaxandi mæli,
fórn einhvers, sem því er kært.
Gjöfin er ástar- eða vináttu-
merki, af því að hún er ímynd
sjálfs gefandans; hann getur
jafnvel gefið líf sitt — „meiri