Úrval - 01.08.1947, Blaðsíða 32
„Palm Beach“ — Pálmaströndin á Flórída —
stærsti auðmannaskemmtistaður í
heimi, er réttnefnd —
Gerfiparadís.
Grein úr „Continental Daily Mail“,
eftir Jenny Nicholson.
¥ TNGUIt, yfirlætislegur auð-
^ maður í mittisskýlu bendir
með þeirri hendinni, sem ekki
heldur á whiskyglasinu, út yfir
miljónadýrð Pálmastrandar og
segir með letilegum hátíðar-
hreim í röddinni: „Svona mundi
guð áreiðanlega hafa gert —
ef hann hefði haft peninga!"
I náttúrulegu ástandi hefur
Flórída-skaginn ekkert uppá að
bjóða nema silfurhvítan fjöru-
sand og það sem í auglýsing-
unum er kallað „sumar á
vetrin“. Þar fyrir utan er hann
ekki annað en kyrkingsleg flat-
neskja. Á kortinu- hangir hann
eins og kálfsfótur neðan úr
meginlandi Norður-Ameríku
með Atlantshafið á aðra hlið
en Mexíkóflóann á hina.
Enginn nema maður með jafn-
takmarkalaust ímyndunarafl og
Mr. Flager hefði getað látið sig
dreyma um, að hægt yrði að
gera hann að stærsta auð-
mannaskemmtistað heirnsins.
Mr. Flager lagði járnbraut eftir
tilbreytingarlausri flatneskju
Atlantshafsstrandarinnar og
eyddi því, sem eftir var æfinn-
ar, í að skapa þar skilyrði til
skemmtanalífs.
Pálmatré, blómarunnar og
gras var flutt annars staðar frá
úr Bandaríkjunum og gróður-
sett þar. Hvítir risakóralar voru
veiddir upp úr djúpum hafsins
til skrauts meðfram stígum og
stöllum. Stórar gistihallir voru
byggðar með hæfilegu millibili,
og frá Pálmaströnd til Miami
voru skipulagðir skemmtistaðir.
Von bráðar voru sumir þessara
staða — og þá fyrst og fremst
Pálmaströnd — orðnir paradís,
gerð af mannahöndum.
Á Pálmaströnd er allt eins
gervivörulegt, fallegt og full-
komið og nylonsokkar. Göturn-
ar eru hreinar og gljáfægðar
eins og dansgólf, bryddaðar