Úrval - 01.08.1947, Blaðsíða 73
KISA MÍN, HVER Á ÞIG?
71
eyru okkar bregðast okkur oft.
Kettirnir mínir þekktu fótatak
vina minna fimm hæðum fyrir
neðan, þrátt fyrir hávaðami af
götunni, og þeir fóru til dyra að
taka á móti þeim löngu áður en
mig grunaði að nokkur væri að
koma.
En traust kattanna á heyrn
sinni hefir orðið þeim mörgum
að meini í stríðinu. Mörg skip
hafa ketti um borð, og þessir
sjófarandi músabanar hafa fyr-
ir löngu tekið sér þann rétt að
fara í land í hverri höfn, þeir
treystu því að hljóð eimflaut-
unnar mundi kalla þá aftur, þeg-
ar skipið færi að sigla. En af
völdum stríðsins þögnuðu aliar
flautur, og kettir urðu eftir í
hverri höfn.
Menn, apar og kettir eru einu
spendýrin, sem hafa nautn af
þægilegum ilmi. Þegar kettirnir
mínir, Pickle og Ben, voru kett-
lingar, áttum við heima uppi í
sveit, og á hverjum morgni
gengu þeir um garðinn og þef-
uðu af blómunum. Þegar Pickle
kom að „levkojunum", fleygði
hann sér á magann og andaði að
sér ilmi þeirra, þangað til hann
varð alveg ruglaður. Ben var
hrifnari af rósunum. Þeir léku
sér báðir tveir leik einn að blóm-
unum, sem var fólginn í því að
ýta þeim fram og aftur, án þess
að brjóta nokkurn tíma neitt
þeirra. Ein kisan mín stelur oft
blómi úr vasa og flytur það yfir
í körfuna sína.
Þegar köttur hittir ókunnug-
an í fyrsta skipti, staðnæmist
hann í fjarlægð til þess að at-
huga sinn gang. Nef hans segir
honum til um það, hvort hann
eigi að eiga nokkur mök við
þann ókunnuga eða eigi. Köttur
skiptir sér aldrei af þeim manni,
sem honum líkar ekki lyktin af.
Veiðihárin notar kötturinn til
þess að rannsaka með ókunnuga
hluti. Það er ekki rétt, að veiði-
hár kattarins séu nákvæmlega
jafnlöng og skrokkur hans á
breidd, og séu notuð til þess að
mæla, hvar hann geti sloppið út
og inn án þess að festast. Ef svo
væri, mundu menn ekki eins oft
finna ketti, sem hafa festst í
göturæsum. Þegar kötturinn
rannsakar ókunnugan hlut, þef-
ar hann að honum, beygir sig
fram og strýkur varlega en
vandlega um allan hlutinn.
Á þennan hátt fær kötturinn
meira að vita en það, sem augu
hans, eyru og nef geta skynjað.
Við verðum fyrir svipuðum
skynáhrifum, þegar við snert--