Úrval - 01.08.1947, Blaðsíða 15
LIFANDI RANNSÓKNARTÆKI
13
óendanlega að telja upp árang-
ursríkar tilraunir á dýrum.
Skurðlæknar hafa notið góðs
af þeim. Hinn kunni heilaskurð-
læknir Harvey Cushing æfði sig
og endurbætti aðferðir sínar
með skurðaðgerðum á hundum.
Svæfingarlyfio ethylen var
reynt á dýrum áður en það var
notað við svæfingar á mönn-
um.
Þótt langt sé síðan byrjað
var á dýratiíraunum, eru þær
raunverulega aðeins á byrjunar-
stigi. Dýrin eru lifandi rann-
sóknartæki vísindamannanna,
sem vinna að því að bæta heilsu-
far okkar mannanna.
00^00
Tákn tímanna.
óli litli, fjögra ára, var að klöngrast upp gTýtta brekku á eftir
pabba sínum. Gangan gekk erfiðlega og loks komst Óli ekki
lengra. Þá kallaði hann til pabba síns:
„Hjálpaðu mér, pabbi; ég dríf ekki.“
~k i?
A Iþróttavellinum.
Mjög undarlegt atvik eða ób.app skeði nýlega í knattspyrnu-
keppni milli norsku félaganna Jaren og Brandbu. Samkvæmt því
sem Verkalýðsbiaðið í Opland skýrir frá, lenti einn af leikmönn-
um Brandbu í svo hörðum árekstri, að hann fékk heilahristing og
missti minnið í tólf tíma á eftir. Leikmaðurinn hélt áfram að
spila leikinn út, án þess að nokkur hinna tæki eftir að alvarlegt
slys hefði orðið. Hinn slasaði fékk jafnvel orð fyrir að hafa stað-
ið sig sérstaklega vel. Það var ekki fyrr en komið var inn i bún-
ingsklefann, og upp komst að hinn slasaði vissi ekkert um gang
leiksins, ekki einu sinni um úrslitin, að kallað var á lækni.
Þannig getur það farið. I dagblöðunum lesum við greinar eftir
íþróttafjendur, um það hve litlar gáfur þurfi til að vera mikill
íþróttamaður, en enginn tekur mark á þeim. Svo kemur allt í
einu starfandi knattspyrnumaður með ótvíræða sönnun fyrir því,
að sumum hlutum heilans, að minnsta kosti, sé algerlega of-
aukið á íþróttavellinum.
— Aktuell.