Úrval - 01.08.1947, Blaðsíða 129
TÍKJN HANS SAMS SMALL
127'
„Fyrirgefðu mér, Muliy,“
sagði hann.
Hún brosti til hans,
„Komdu, Sam. Við skuium
fara að leita. Ég fer yfir móana
— þú ferð niður að skurðinum.“
Svo hurfu þau bæði út í nótt-
ina. Sam fetaði sig niður að
skurðinum og kallaði í sífellu á
Flurry.
En stormurinn kæfði hróp
hans. Samt hélt hann áfram
leitinni, allt til þess er fór að
birta.
Honum var ókunnugt um,
að Mully hafði fundið hana.
Hann vissi ekki um það, fyrr en
hann kom heim, vonlaus og ör-
magna.
Honum létti, þegar hann kom
inn og sá Mully. Hún stóð fyrir
framan arininn og bar fingurna
upp að vörunum.
Sam Iæddist inneftir gólfinu
og sá, að eitfhvað lá undir
ábreiðu fyrir framan arininn.
Það sást aðeins á höfuðið. Það
var undurfallegt hvolpshöfuð.
„Hún hefir þá breytt sér aft-
ur í hvo!p,“ sagði hann.
Mully kinkaði kolli.
„Ég skal hugsa um hana,“
sagði hún.
Þá tók hún eftir, hvað Sam.
var þreytulegur.
„Farðu nú upp og skiptu um
föt. Það veit guð, að það er nóg
fyrir mig að þurfa að hugsa
um veikan hund, þó að veikur
maður bætist ekki við.“
„Kannske verour hún orðin
manneskja líka í fyrramálið."
„Kannske,“ sagði MuIIy. „En
nú er hún bara tík, og það er
mér nóg.“
Og hún var tík daginn eftir
— og hélt áfram að vera það.
Hún var tík upp frá þessu.
Stundum, þegar þau Sam
voru ein, fór hann að tala við
hana, og hún horfði á hann með
spyrjandi, greindarlegu augna-
ráði, eins og vitrir hundar gera.
En hún varð aldrei að telpu aft-
ur, og hún sagði aldrei orð fram-
ar. Stundum klóraði Sam sér í
höfðinu og fór að velta þessu
dularfulla fyrirbrigði fyrir sér,
en svo hugsaði hann með sér, að
það væri bezt að láta það eiga
sig og hætta að hugsa um það.
Sagan er ekki lengri. Jafnvel
Sam efast stundum um, að hún
geti verið sönn. Og Mully minn-
ist ekki á hana með aukatekim
orði.
co -fc co