Úrval - 01.12.1948, Page 14

Úrval - 01.12.1948, Page 14
12 ÚRVAL Ella, upp um hálsinn á honum og kallaði hann „Jim“. Og er ekki nema allt gott um það að segja. Ella lauk við að gráta og strauk um vanga sér með duft- púða. Hún stóð við gluggann og horfði sljóum augum á gráan kött ganga eftir gráum vegg í gráum bakgarði. Á morgun var jóladagur og hún átti aðeins 1,87 dali til að kaupa fyrir jólagjöf handa Jim. Hún hafði sparað alla smá- skildinga sem hún gat í marga mánuði og þetta var árangur- inn. Tuttugu dalir á viku hrökkva skammt. Útgjöldin höfðu orðið meiri en hún á- ætlaði. Þannig er það alltaf. Aðeins 1,87 dalir til að kaupa jólagjöf handa Jim. Jim hennar. Margri ánægjulegri stund hafði hún eytt í umhugs- unina um einhverja fallega gjöf handa honum. Eitthvað fínt og sjaldgæft og ekta — eitthvað sem væri ekki með öllu óverðugt þess að vera í eigu Jim. Það var spegilræma milli glugganna í herberginu. Ef til vill hafið þið séð veggspegil í átta dala leiguíbúð. Grönn og lipur manneskja getur með lagi fengið nokkurn veginn rétta mynd af útliti sínu. Ella var grönn og hún hafði lært að spegla sig. Allt í einu vatt hún sér frá glugganum fram fyrir spegilinn. Augu hennar tindruðu, en tuttugu sekúndum síðar var allur litur horfinn úr andliti hennar. Hún leysti hár sitt í flýti og lét það falla niður um herðarnar. Nú var það tvennt í eigu Youngshjónanna, sem þau voru bæði ákaflega stolt af. Annað var gullúr Jims, sem faðir hans og föðurafi höfðu átt. Hitt var hár Ellu. Ef drottningin af Saba hefði átt heima í íbúðinni hinum megin götunnar, hefði Ella einhvern daginn látið hár sitt hanga út um gluggann til þerris, til þess eins að gera lítið úr gimsteinum og gulli hennar hátignar. Ef Salómon konungur hefði verið húsvörður og geymt allan auð sinn í kjallaranum, hefði Jim tekið upp úr sitt í hvert skipti sem hann gekk framhjá, til þess eins að sjá hann toga í skeggið á sér af öfund. Og nú féll hár Ellu niður um axlir hennar, gárótt og glitrandi eins og brúnn foss. Hún batt það upp í flýti með óstyrkum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.