Úrval - 01.12.1948, Síða 17

Úrval - 01.12.1948, Síða 17
GJAFIR VITRINGANNA 15 ljómandi fallega gjöf handa þér.“ „Þú hefur klippt af þér hárið ?“ spurði Jim með erfiðis- munum, eins og hann væri ekki enn búinn að gera sér grein fyrir hinu sanna, þrátt fyrir mikið andlegt erfiði. „Klippt það og selt það,“ sagði Ella. „Þykir þér ekki eins vænt um mig fyrir því? Ég er sú sama þó ég hafi ekki hárið, er það ekki?“ Jim horfði skrítilega í kring- um sig í herberginu. „Þú segir að hárið á þér sé farið?“ sagði hann og svipur hans var eins og á fávita. „Þú þarft ekki að gá að því,“ sagði Ella. „Það er selt, eins og ég sagði þér ■— selt og farið líka. Það er aðfangadagskvöld jóla, Jim. Vertu góður við mig, það fór þín vegna. Það getur verið, að hárin á höfðinu á mér hafi verið talin,“ hélt hún áfram og það kom skyndilega alvörugefin blíða í röddina, „en enginn gæti nokkurn tíma tölum talið ást mína til þín. Á ég að setja kjötið á pönnuna, Jim?“ Það var eins og Jim vaknaði skyndilega af dvala. Hann tók Ellu í faðm sér. Og nú skulum við í næstu tíu sekúndur sýna þá nærgætni að beina athygl- inni í aðra átt, að einhverjum ómerkilegum hlut. Átta dalir á viku eða miljón á ári — hver er munurinn? Stærðfræð- ingur eða vitringur mundi gefa rangt svar. Vitringarnir komu með dýrmætar gjafir, en svarið var ekki að finna meðal þeirra. Þessi óljósa fullyrðing mun verða upplýst síðar. Jim tók pakka upp úr frakka- vasanum og fleygði honum á borðið. „Misskildu mig ekki, Ella,“ sagði hann. „Ég held mér þyki alltaf jafnvænt um stúlkuna mína, hvort hún er klippt eða óklippt og hvernig sem hún greiðir sér. En ef þú vilt taka utan af þessum pakka, muntu sjá, af hverju ég varð svona skrítinn áðan.“ Hún leysti bandið með liprum, hvítum fingrum og reif pappír- inn utan af. Og svo hrópaði hún upp yfir sig af hrifningu; en ó! á samri stundu urðu sorg- leg umskipti og kveinstafir og konutár kölluðu á ýtrustu getu húsbóndans til huggunar. Því að þarna lágu kambarnir, sem Ella hafði um langan tíma dáðst að í búðarglugga í Breið- stræti. Undurfallegir kambar,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.