Úrval - 01.12.1948, Page 80

Úrval - 01.12.1948, Page 80
78 ÚRVAL að standast vilja, sem var nógu sterkur til að sigra heiminn. Mollulegt ágústkveld skeði hið óumflýjanlega. Bakhliðið að garði sveitaseturs De Berny- fjölskyldunnar var opnað hægt og hljóðlega. Titrandi hönd leiddi hinn þráða elskhuga inn í húsið. En ekkert getur dulizt lengi í litlum bæ, og brátt spannst mikið umtal um hinar tíðu hehn- sóknir Honorés til frú de Berny. Frú Balzac brá mjög, þegar hún komst að sannleikanum. Hún hafði gersamlega vanrækt upp- eldi sonar síns þau ár, þegar mest lá við, og hún hafði stugg- að honum frá sér, þegar hann hafði auðsýnt henni ástúð barns- ins. Nú, þegar hún komst að raun um, að Lára de Berny var orðinn vinur hans og ráðgjafi, var orðin honum allt, sem hún sjálf hefði átt að reynast hon- um sem móðir, og jafnvel ást- mey að auki, þá varð hún altek- in af heiftugri afbrýðisemi, en ávítur hennar komu of seint. Balzac hafði náð sér eftir gæfu- leysi æsku sinnar, eins og maður nær sér eftir sjúkdóm. Þunga- miðja lífs hans var ekki lengur æskuheimilið, heldur hús frú de Berny. Engar bænir, engar ávít- ur, engin móðursýkisköst heima og ekkert pískur og umtal með- al fólks, gat fengið hann ofan af því að njóta til fulls ástar konunnar, sem unni honum. Síðasta von móðurinnar var sú, að hann yrði brátt leiður á hinni hlægilegu ást sinni á f jöru- tíu og sex ára gamalli konu. En ennþá einu sinni varð hún að viðurkenna, hve skilningur hennar á honum var takmark- aður. Það fór fjarri því, að ást hans á Láru de Berny hefði spillandi áhrif á hann; hún hjálpaði honum þvert á móti til að finna sjálfan sig. Með því að vekja karlmanninn í þessari „veru, sem var að nokkru leyti barn og að nokkru leyti fullorð- inn maður“, skapaði hún hægt og örugglega hinn mikla skáld- sagnahöfund úr hroðvirka skrif- finninum. Það var fyrir holl ráð hinnar lífsreyndu Láru de Berny, að Balzac varð hinn sanniBalzac. Allt, sem Balzac skrifaði um Láru de Berny, meðan hún lifði og eftir að hún var látin, er einn óslitinn þakkaróður fyrir hina „grande et sublime femme, cet ange d’amitié“*, sem hafði vakið karlmanninn, listamanninn og skaparann í honum til lífsins. F járöf lunartilraunir. Fyrsti draumur Balzacs hafði rætzt. Honum hafði hlotnazt hjálp elskandi konu, og með því hafði hann öðlazt andlegt sjálf- stæði. Þegar hann hafði líka öðlazt efnalegt sjálfstæði, ætlaði hann að snúa sér að hinni eigin- legu köllun sinni og hef ja verk- ið, sem beið hans. Allt til þess, er Balzac var * „miklu og frábæru konu, þessa innilegu vináttu".
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.