Úrval - 01.12.1948, Síða 95

Úrval - 01.12.1948, Síða 95
BALZAC 93 lánardrottnanna. Víxlar féllu daglega, og í örvæntingu sinni skrifaði hún bréf eftir bréf til sonar síns, sem fyrir löngu hafði selt bækurnar, er hann átti eft- ir að skrifa, og gat ekki fengið einn eyri hjá útgefendunum og ritstjórunum, fyrr en hann hafði lokið við þær. Balzac naut sín bezt sem lista- maður, þegar hann átti við mesta erfiðleika að etja. Kvíði og áhyggjur breyttust á ein- hvern dularfullan hátt í öflugri innri einbeitingu, og þetta erfiða sumar var hann að skrifa Louis Lambert, djúpskyggnasta og veigamesta verk sitt. I júlílok var handritið sent til útgefanda í París, en fjárhagur hans hafði ekki batnað hið minnsta. Það var runnin upp alvarleg stund í lífi Balzacs. Hann varð að flýja til móður sinnar eins og skelkað barn og biðja hana um að útvega sér tíu þúsund franka lán og ganga í ábyrgð fyrir því, til þess að bjarga hon- um frá opinberu gjaldþroti. Starf hans og heiður voru í veði. Kraftaverkið skeði. Frú Bal- zac tókst að útvega hinum iðr- andi eyðslusegg lánið. Syndar- inn lofaði að leggja þegar nið- ur óhófslíf sitt, iðka hinar borg- aralegu dyggðir hæversku og sparnaðar, og greiða allar skuld- ir sínar ásamt áföllnum vöxtum. Frú de Castries hafði oftar en einu sinni um sumarið boðið honum að heimsækja sig í Aix, og slást í för með sér og frænda sínum til ítalíu um haustið. Peningaleysi hafði fram að þessu varnað honum að þiggja þetta boð, en nú, þegar hann hafði aftur nokkra dali í vasanum, stóðst hann ekki mát- ið. Hinn 22. ágúst lagði hann af stað til Aix. Frú de Castries hafði af mik- illi umhyggja útvegað honum snoturt herbergi með dásamlegu útsýni yfir vatnið. Hann hafði aldrei fyrr getað unnið í svo þægilegu og rólegu umhverfi, en hugsunarsemi frú de Castries var líka blandin hyggindum. Herbergi Balzacs var í öðru hót- eli en hún bjó í sjálf, og kvöld- heimsóknir hans gátu því ekki orðið annað en kurteisisheim- sóknir. Hann gat aðeins hitt hana á kvöldin. Það hafði verið uppá- stunga hans sjálfs, því að hann varð að vinna á daginn, og eina undanlátssemin, sem hann auð- sýndi henni, var að byrja tólf stunda vinnudaginn klukkan sex á morgnana í staðinn fyrir um miðnætti, eins og hann hafði verið vanur. Þegar tólf stund- irnar voru liðnar, réði frú de Castries yfir tíma hans, en því miður hafnaði hún ennþá ást- leitni hans. Eitt sinn, er þau voru á göngu meðfram vatninu, leyfði hún honum að kyssa hönd sína, en hvenær sem hann bað um hið endanlega ástarheit, varð hún aftur kuldaleg hefð- arfrú.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.