Úrval - 01.12.1948, Síða 103

Úrval - 01.12.1948, Síða 103
BALZAC 101 ævi sinni við hlið Honoré de Balzacs, myndi hún skipta á jarðeign sinni og auðæfunum í Ukrainu fyrir réttinn til bera nafn hans? í staðinn fyrir hinar venjulegu, rómantísku afleiðingar slíkra atburða, skilnað og einvígi, leiddi af syndafalli þeirra sáttmála, sem einna helzt minnti á við- skiptasamning. Elskendurnir bundu fastmælum að skýra hvort öðru frá daglegum við- burðum og tilfinningum sínum, og skiptust á öskjum, þar sem bréfin áttu að geymast, unz — ja, unz Monsieur de Hanski yrði svo vinsamlegur að hætta að vera hindrun þess, að þau næðu saman. De Hanskihjónin lögðu ásamt fylgdarliði sínu af stað í ferða- lag um ftalíu, en Balzac hélt aftur til Parísar. Balzac hafði aldrei verið mikilvirkari, en eftir heimkomu sína til Parísar, hvort sem það stafaði nú af sigri hans í Genéve, lönguninni til að sýna frú de Hanska, að hún hefði gefið sig á vald manni, sem verðskuldaði trausf hennar, eða blátt áfram af þörf til að afla sér fjár, svo að hann gæti fylgt ástmey sinni á leið, er hún héldi aftur í aust- urveg. Hann samdi mörg beztu verk sín á þessu tímabili, en læknir hans hristi höfuðið og bað hann að hlífa sér. Um haustið komu De Hanski- hjónin til Vínarborgar, þar sem þau hugðust dvelja um vetur- inn. Næsta vor ætlaði Monsieur de Hanski að fara með konu sína til sveitasetursins á út- jaðri hins siðmenntaða heims, og Pólstjarna Balzacs, eini vonar- geisli hans, myndi hverfa hon- um að eilífu. Það var því brýn nauðsyn, að hann hitti hana aftur, ef sam- bandið á milli þeirra átti ekki að rofna. Hún hafði gefið sig honum á vald á gálausu augna- bliki, og yrði ást hennar ekki örvuð með nýrri, persónulegri snertingu, var hætta á að hún væri honum glötuð. Hann varð því að fara til Vínarborgar. En haustið leið og veturinn, og það var komið fram á vor, en brottför hans frá París tafð- ist stöðugt af nýjum tálmun- um, eða réttara sagt, af einni mikilli tálmun. Balzac var fé- laus. Hann hafði lokið við Pére Goriot, þrjár aðrar skáld- sögur og margar smásögur. Frægð hans hafði aldrei verið meiri og ritlaunin voru allmikil, en allt, sem hin iðna hægri hönd hans vann inn, var eytt og sóað af hinni vinstri. Eiginmaður frú de Hanska hélt því fram, að tími væri kom- inn til að halda heim, og það var með mestu erfiðismunum, að hún gat talið hann á að vera um kyrrt í Vínarborg til vors. Ef Balzac kæmi ekki í maí, væri þýðingarlaust að bíða lengur. Þar sem hann leit svo á, að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.