Úrval - 01.12.1948, Page 107

Úrval - 01.12.1948, Page 107
BALZAC 105 þægileg undankomuleið, ef fó- geta eða öðrum óvelkomnum gesti tækist að ryðjast inn um dyrnar. Balzac gaf sjálfur höggstað á sér, með því að óhlýðnast lög- um landsins. Samkvæmt nýrri tilskipun átti sérhver borgari að gegna herskyldu í þjóðvarð- liðinu ákveðinn tíma, en Balzac afsagði að hlýða þessari tilskip- un. Hann leit á hinn borgaralega konung Louis Philippe, sem valdaræningja, er hefði engan rétt til að gefa honum fyrirskip- anir. Auk þess var tími hans of dýrmætur, og honum fannst það ekki samboðið virðingu sinni, að standa með byssu á öxl og látast vera hermaður, meðan prentvélarnar biðu eftir handritum hans. Það er engum efa bundið, að hægt hefði verið með lægni að fá svo frægan mann sem Balzac leystan undan herskyldunni, en hann vildi ekki heyra málamiðl- un nefnda á nafn. Þlann svaraði ekki einu orði skipunarbréfinu um að mæta til herþjónustu. Þrisvar sinnum var honum skip- að að koma og gefa skýringar á fjarveru sinni, en hann lét það sem vind um eyrun þjóta. Loks var hann dæmdur í átta daga fangelsi. Balzac varð að sitja í fangelsi hinn ákveðna tíma, og er það vísbending um, hve lítils álits hann naut meðal landa sinna. Hann var í haldi frá 27. apríl til 4. maí 1836, og var ekki sýnd nein linkind og hafði engin for- réttindi, um fram aðra fanga. Balzac skirrðist ekki við að afneita staðreyndum og laga þær í hendi sér, ef honum bauð svo við að horfa, og sést það vel á bréfum hans til frú de Hanska. Hann sagði henni, til dæmis, að hann hefði leigt sér „þakherbergi“, til þess að geta falið sig fyrir skuldheimtumönn- um, og þar sæti hann daga og nætur sem gamall og gráhærð- ur einbúi, og jafnvel nánustu vinir hans og ættingjar gætu ekki haft upp á honum. En það var ekki þakherbergi, sem hann hafði tekið á leigu, heldur skrautleg íbúð, sem hann eyddi miklu fé í að prýða og lagfæra. Hvenær sem Balzac fór að skinna upp á íbúð sína og kaupa sér ný húsgögn, var það merki þess, að hann væri orðinn ást- fanginn á nýjan leik. Þetta við- burðaríka ár, meðan hann var að sverja ástmey sinni í Wier- zchov/nia eilífa tryggð og lýsa þjáningum þeim, sem einlífið bakaði honum, í mergð bréfa, er hann sendi henni, varð hann enn ofsaiegar ástfanginn en nokkru sinni fyrr. Ástarbréf hans til frú de Hanska, sem hrifu heila kynslóð sökum eldlegrar mælsku og innileika, voru skrif- uð um sama leyti og hann var að daðra við aðra konu. Hin nýja ástmey Balzacs, sem hafði mikil áhrif á líf hans, enda þótt hann gerði sér allt far um
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.