Úrval - 01.07.1954, Qupperneq 12
10
ÚRVAL
sem lifir eðlilegu lífi, elskast
eins og heilbrigt fólk og eignast
heilbrigð börn. Þesskonar fólk
er ekki skemmtilegt.
Þetta er efniviðurinn í „bófa-
flokka“ barnanna. I öllum fá-
tækrakverfum og mörgum efna-
hverfum mynda hinir fjölmörgu
barnaflokkar einskonar stéttir í
sínu eigin samfélagi. Neðst eru
minnstu börnin, sem ekki eiga
heima í neinum flokki, en vilja
aðeins fá að leika sér í friði. —
Næst koma stálpaðri drengir,
sem eru einskonar ,,senditíkur“
eldri félaga sinna og fylgjast af
aðdáun með afrekum þeirra.
Yfir þeim eru hinir eiginlegu
flokkar og klúbbar, flestir til-
tölulega meinlausir, en einkenn-
ast þó af vaxandi hrottaskap
eftir því sem ofar kemur í sam-
félagsstiganum. Efst í samfé-
lagi barnanna er svo að jafnaði
einn flokkur, sem á í stöðugri
styrjöld við lögregluna og
flokka í nærliggjandi götum og
sem ræður yfir öllum börnum í
sinni götú. 'Hinum melgin við
þennan ráðandi flokk eru svo
hinir fullorðnu — ekki starfandi
fólk, heldur hetjurnar, bófarnir.
Það kemur fyrir, að lögreglan
tvístrar flokki í götu — annað-
hvort af því að félagarnir í hon-
um hafa verið viðriðnir glæpi,
sem aðstoðarmenn fullorðinna
bófa, eða af því að í „styrjöld“
milli flokka hafa einn eða fleiri
látið lífið, sem ósjaldan kemur
fyrir, því að vopnin, sem notuð
eru, eru hættuleg — vasahnífar,
rakvélablöð fest á stutt prik,
loftbyssur, flöskur, hnúajárn
(gerð úr gömlum skúffuhand-
föngum, samkvæmt fyrirsögn
myndasöguheftanna) og jafnvel
skammbyssur.
Þeir unglingar, sem þannig
eru teknir, eru settir á eitthvert
hæli. Sum þeirra eru rekin skyn-
samlega og í samræmi við kröf-
ur tímans, en þeim er það öllum
sameiginlegt, að drengirnir fá
þar tækifæri til að hitta reynd-
ari félaga, sem geta kennt þeim
brögð og klæki. 1 tómstundum
hafa þeir aðgang að lesstofu,
þar sem heilir hlaðar af mynda-
söguheftum bíða þeirra. Flest
hæli hafa gnægð myndasögu-
hefta af því að börnin eru róleg
meðan þau eru að lesa þau. Hér
getur hið unga glæpamannsefni
lært hvernig bezt er að skera úr
rúðu, hvernig opna má smekk-
lás með gúmmíslöngu og hvern-
ig innbrot eru undirbúin. Því að
myndasöguheftin láta sér ekki
nægja að „skemmta" lesandan-
um með lýsingum á öllum hugs-
anlegum óþokkabrögðum, þau
flytja einnig nákvæmar lýsingar
á því, hvernig óþokkabrögðin
eru framin, og hvernig helzt
verði sneitt hjá því að upp um
mann komizt.
Þegar hinn ungi afbrotamað-
ur fær aftur frelsið, mæta hon-
um ýmis vandamál. Hann hefur
lifað tilbreytingarlausu lífi, en
jafnframt verið stríðsalinn á
æsandi glæpasögum, og kemur
því út með sterka löngun til