Úrval - 01.07.1954, Page 16

Úrval - 01.07.1954, Page 16
14 ÚRVAL staðaldri stríðalinn á hinum lélegustu amerískum kvik- myndum.“ Dr. Canavan hefur sína skoð- un á amerískri menningu, og það er eðlilegt að honum of- bjóði, þegar hann kemst að raun um, að dönsk börn og unglingar eru þeirrar skoðun- ar, að lífið í Bandaríkjunum snúist mest um stríð milli bófa- flokka, kúrekaslagsmál og ,,súpermannsafrek“. En í raun- inni er það aukaatriði hvaða skoðanir börn í öðrum löndum hafa á Ameríku. Hitt er alvöru- mál, að myndasöguheftin og kvikmyndirnar koma þeirri trú inn hjá börnum Ameríku og annarra landa, að þannig sé lífið, ekki aðeins í Bandaríkj- unum, heldur allsstaðar. Við fyrstu sýn virðast dönsk myndasöguhefti friðsamleg í samanburði við amerísk. Hin þaulhugsuðu grimmdarverk vantar, það er ekki eins mikið blóð og ekki eins margar nær- myndir áf deyjandi og mis- þyrmdu fólki. En tilhneiging- in er sú sama. Dönsk börn fá ekki að sjá afskræmt andlit hengds manns á nærmynd, þau verða að láta sér nægja að sjá fætur hans í lausu lofti, en stólinn sem hann stóð á liggj- andi á hliðinni fyrir neðan, eft- ir að þau hafa fylgzt með und- irbúningi athafnarinnar á nokkrum undangengnum mynd- um. Og þó að ekki sjáist eins mikið blóð, eru framin jafn- mörg morð og í amerísku heft- unum . Dr. Wertham gat nefnt mörg dæmi um glæpi, sem áttu sér beint fordæmi í myndasögum. Það er erfitt að gera samskon- ar samanburð hér heima, af því að enginn virðist hafa komið auga á vandamálið — þegar handsamaður er drengjahópur, sem hefur sérstaklega lagt fyr- ir sig árásir og rán eða inn- brot, er ekki sennilegt að neinn drengjanna fari að tala um myndasögur eða glæpamyndir, nema hann sé beinlínis spurð- ur. I Bandaríkjunum var reynslan sú sama: enginn trúði því fyrir tíu árum, að nokkurt samband væri milli unglinga- afbrota og myndasagna, kvik- mynda og sjónvarps, en þegar ýmsir sálfræðingar og uppeld- isfræðingar fóru að spyrja unglingana hvaðan þeir hefðu fengið hugmyndirnar að glæp- um sínum, varð mönnum ljóst, hve geysileg áhrif þessi skemmtiiðnaður hefur. Fyrir fimmtán árum voru amerísku myndasöguheftin svip- uð og þau dönsku eru nú, og ekkert er líklegra, en að þróun- in verði sú sama þar og hér. Það hefur auk þess komið í ljós, að myndasögulestur verður slæmur ávani, sem tefur mjög fyrir því að heilbrigð börn læri að lesa. I fyrsta lagi er auðvelt að fylgja atburðarásinni án þess að lesa textann — og það er ástæðan til þess að hægt er að selja annarra
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.