Úrval - 01.07.1954, Qupperneq 24
Merkilegar niðurstöður af rannsóknum
á sambandinu milli líkamsbygg-
ingar og skapgerðar.
Líkumshygging og skapgerð.
Grein úr „Det rigtige",
eftir Jeremi Wasiutynski.
MANNSKEPNAN er hver
með sínu móti, ekki aðeins
í útliti, heldur einnig að eðlis-
fari. Sumir eru greindir, aðrir
heimskir, sumir hugdeigir, aðrir
hugdjarfir, sumir göfugir, aðrir
undirförulir, sumir önuglyndir,
aðrir kátir.
Þetta eru ekki ný sannindi, en
þau eru alla tíð mikið íhugunar-
efni manna, því að það er mikil-
vægt hverjum manni að geta
dæmt um eðlisfar þeirra sem
hann umgengst. 1 þessu sam-
bandi hafa menn velt því mikið
fyrir sér hvort ekki megi geta
sér til um eðlisfar og skapgerð
mannsins af vaxtarlagi hans og
líkamsbyggingu.
Menn hafa raunar um langan
aldur þótzt sjá nokkurt sam-
band milli hins innri og ytri
manns, milli vaxtarlags og skap-
gerðar, en það er ekki fyrr en
á síðustu árum, að þetta við-
fangsefni hefur verið tekið til
vísindalegrar athugunar.
Undirstöðurannsóknir í þessu
efni hafa einkum farið fram við
háskólann í Chicago, undir
stjórn þekkts, amerísks mann-
fræðings, W. H. Sheldons, próf-
essors, sem við rannsóknir sín-
ar hefur notað ekki færri en
4000 stúdenta af báðum kynjum.
Hér skal nú sagt lítillega frá
þeim niðurstöðum, sem Sheldon
prófessor hefur komizt að.
|3RÖFESS0RINN rannsakaði
fyrst ytra útlit mannsins,
líkamsbygginguna, og eftir
margar og miklar mælingar á
vaxtarlagi, þyngd o. fl. komst
hann að þeirri niðurstöðu, að
eftir líkamsbyggingu megi
skipta mönnum í þrjár mann-
gerðir eða meginstofna. Jafn-
framt uppgötvaði hann — eins
og vænta mátti — að menn af
„hreinum stofni“ séu mjög
sjaldgæfir. Langflestir menn
séu að meira eða minna leyti
blandaðir, þótt hinsvegar sé
einhver hinna þriggja megin-
stofna mest ráðandi í líkams-
byggingu flestra manna.
Ein þessara líkamsgerða ein-
kennist af því, að innstu líffær-
in, svo sem magi og önnur innri