Úrval - 01.07.1954, Blaðsíða 33

Úrval - 01.07.1954, Blaðsíða 33
MIKILMENNIÐ ALBERT EINSTEIN 31 fram úr í fræðilegum rannsókn- um í háskóla, flugeldum hug- kvæmninnar leiftraði ekki frá þeim, Allir þrír virtust hæg- látir miðlungsmenn í skóla og háskóla. Allir þrír unnu afrek sín utan háskóla, í einveru og óþýðri rannsókn. Og allir þrír áttu til að bera þann heiða ein- faldleik, er einkenndi sýnir ein- setumanna fyr.r á öldum. Ég skal rekja nokkur æfiat- riði Einsteins þessu til áherzlu. Hann er af gyðingaættum, fædd- ur í Suður-Þýzkalandi fyrir hálfum áttunda tug ára, 14. marz 1879, faðir hans var ekk- ert stórmenni, hann stundaði viðskipti, og þau gengu sjaldan nógu vel. Hann flutti til Sviss og síðar til Italíu í leit að meiri hamingju. Drengurinn Albert var skilinn eftir í skóla í Þýzka- landi en strauk þaðan. Síðar gekk hann í skóla í Sviss, og hann hefur sjálfur lýst þeim erfiðleikum er hann átti við að stríða í námi. Hann hafði lítinn áhuga á miklu af námsefninu, jafnvel í sinni aðalgrein, er var eðlisfræði. Ekki blés honum heldur byrlega að loknu há- skólanámi, hann varð að láta sér nægja minni háttar starf á svissnesku einkaleyfaskrifstof- unni. En þar hafði hann gott næði til hugsunar um hugðar- efni sín, og hann vann enn á sama stað, þegar fyrstu meiri- háttar ritgerðir hans birtust árið 1905. Þetta ár, 1905, var hans furðuár, annus mirábilis. Á því ári sendi þessi tuttugu og sex ára gamli maður frá sér ritgerð- ir, er mörkuðu óvenjuleg fram- faraspor í þremur greinum eðl- isfræðinnar: ljósfræðinni; skýr- ingunni á hreyfingum þeim, sem kenndar eru við Brown (iði smæstu agna í vökva eða tó- baksreyk); og loks afstæðis- kenningin fyrri, sem oft er nefnd hin sérstæða, til aðgrein- ingar frá hinni síðari, hinni al- mennu. Almenningur tengir nafn Einsteins afstæðiskenn- ingunni og engu öðru. Það er engin ósanngirni, því að afstæð- iskenningin er áreiðanlega mesta einstakt afrek hans, bæði vegna þess hve mikilli byltingu hún olli, og þó ekki síður vegna hins, hve aleinn hann vann á þessu sviði. Aftur á móti voru afrek hans á hinum sviðunum tveimur ná- tengd hinni nýju eðlisfræði kvantanna. Max Planck lagði grundvöll þessara vísinda um aldamótin, við þau hefur fjöldi ungra og gáfaðra eðlisfræðinga glímt og glímir reyndar enn. Og samt er það svo, að þótt djörfustu og heilsteyptustu hug- myndir Einsteins fjalli um af- stæðiskenninguna, þá má ekki gleyma því að hann var einnig brautryðjandi á sviði kvanta- fræðanna. Allt sem Einstein gerir á þessu örlagaári ber sama tignarmerki einfaldleikans. Því er stefnt beint að hjarta eðlis- fræðinnar. Kannske ég taki snöggvast að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.