Úrval - 01.07.1954, Side 44

Úrval - 01.07.1954, Side 44
42 ■Crval æviferil, er ekki verk eins manns, hún er til orðin fyrir víxiláhrif við aðra og er aðeins hluti af ríkari heild. Meðan maður stendur frammi fyrir hinum látna og virðir fyrir sér þetta andlit, sem verður manni æ ókunnugra, lifna við atvik frá liðnum tímum. Og sem í leiftri verður manni ljóst, að maður er sjálfur ó- aðskiljanlega tengdur öllum þessum atvikum, sem til samans skapa þá mynd, er maður geym- ir í vitund sinni af þessum manni — ekki eins og maður stendur hér nú, íhugull og annar- legur, heldur eins og maður var þegar atvikin gerðust. Og skyndilega er sem þung ábyrgð leggist á herðar hins einmana skoðanda . . . TJRÁTT verður komið með vatn og sápu og hann verð- ur þveginn og klæddur í hvítan kreppappír og hár hans greitt, en það verður ekki alveg hans greiðsla, hann verður æ tor- kennilegri. Og það verður tekið til í stofunni, húsgögnunum rað- að og ljósadúkur lagður á borð- ið og allt verður breytt. Ökunn- ugt fólk mun koma, einn minn- ist hans sem litla bróður, annar sem hins stóra, almáttuga föð- ur, sá þriðji sem sjómanns og félaga í sjóklæðum, sá fjórði sem viðskiptavinar eða lotins, ellimóðs nágranna — skuggi hans mun birtast í mörgum myndum í óskýrum speglum endurminninganna kringum gröfina. Og svo tekur jörðin við þess- um þreytta leir meðan ókunnug- ur maður þylur undarleg orð um dóm og náð og eilíft líf . .. En þeir sem fylgja og bera munu fella tár yfir því að lokið er nú einhverju, sem ekki gat varað að eilífu. Og allt, sem var þessi maður, tekur nú að leysast sundur. Ormar og bakteríur leysa sund- ur leirinn, fötunum er sprett í sundur, húsgögnin og aðrir munir í stofunni verða fluttir í aðrar stofur. Og eins og allt þetta leysist sundur, þannig munu hinar smáu, einföldu stjörnumyndir, sem vinir, kunn- ingjar, nágrannar og f jölskylda höfðu gert umhverfis þennan mann, molna sundur og hverfa. Sumir menn eiga erfitt með að kveðja. Sumir gestir vita ekki hvenær þeir eiga að fara. Þá verður hin ánægjulega sam- vera allt í einu erfið — eins og falskur tónn, líkamlegur sárs- auki. Samvera er mynztur, hún er melódía, sem getur orðið of langdregin eða of endaslepp. — Maður sér gamalt fólk, sem lifir blátt áfram óhæfilega lengi, svo að aðstandendurnir, sem vissu- lega þykir vænt um það, ör- magnast, örvænta vegna þeirrar óbærulegu byrði, sem á þá er lögð. En þeir sem gráta við gröfina eru þeir sömu, sem mj udu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.