Úrval - 01.07.1954, Side 47

Úrval - 01.07.1954, Side 47
ANDLIT DAUÐANS 45 nm degi, að lokum verðum við hvert öðru ókunnug. Börnin verða stór og öðlast sitt eigið líf, við verðum gamalmenni, fá- um heimsókn annan hvern sunnudag, en erum að öðru leyti ekki tekin alvarlega. En er það svo slæmt, úr því að við vitum að við gátum ekki leitað á vit fortíðarinnar — án þess að sjá í augum þeirra spegilmyndina af okkur sjálfum sem hinum ungu foreldrum þeirra, stoð þeirra og styttu? OG svo er maður þá aftur staddur í hálfrokkinni stof- unni hjá hinum látna. Regnið strýkur gluggann, úti tekur vindurinn löng andköf. Inni er hljótt, aðeins úrið tifar elju- samt. Hér stendur maður þá. Hvert hænufet sem úrið tifar fjar- lægir mann frá honum, sem liggur þarna í rúminu. Hvert □— hænufet fjarlægir mann frá sjálfum sér, eins og maður var. Hvert andartak sem líður er breyting, kveðja, dauði . . . Hinn lifandi vill halda því föstu, vill geta sagt: „Sól, stattu kyrr . . en orðin deyja á vör- um hans. Því að allt í einu verð- ur honum ljóst, að jafnvel sú stöðvun sem hann vildi ákalla er kyrrstaða — stöðnun — eitt- hvað sem mun breyta honum þannig að hann verður nákvæm- lega eins og hið stirðnaða hold fyrir framan hann. Hann skil- ur samstundis, að eðli lífsins er sífelld breyting, og að breytingu fylgir óumflýjanlegur aðskiln- aður frá því sem er, hreyfing í átt til þess sem koma skal. Hann skilur, að meðan hann lifir er hann alltaf að deyja. Og að þá fyrst þegar maður er orðinn eins og hann, sem hvílir hér þögull í lágreistri stofu, hættir maður að deyja. Amerískir túristar. Tveir amerískir túristar eru komnir að Genesaretvatni og þá langar til að róa út á vatnið á litlum báti, sem er í fjörunni. Þeir snúa sér til eigandans, sem heimtar tíu dollara um tim- ann i leigu fyrir bátinn. Ameríkumönnunum finnst þetta okur- verð. „Já, en minnist þess,“ sagði Gyðingurinn, ,,að það var hér sem Jesús gekk á vatninu.“ „Því trúum við vel,“ sögðu Ameríkumennirnir, „með svona okurleigu á bátum . . .“ — Det Hele. ★ Errol Flynn sagði um ítölsku leikkonuna Gina Lollobrigida: „Hún er eins og skýjakljúfur: því hærra sem maður kemur upp, því fallegra verður útsýnið." — Allt.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.