Úrval - 01.07.1954, Qupperneq 49
SKUGGSJÁ TUNGUNNAR
47
leg og kemur vel heim við það
sem okkur er kunnugt úr sögu
okkar eigin máls.
En hve mikil áhrif hefur þetta
á þroska þess sem borinn er og
barnfæddur með frumstæðari
þjóð? Sú tunga, sem hann elst
upp við, á engin orð um almenn-
ar hugmyndir, veitir honum
enga aðstoð við að flokka þá
reynslu og þau áhrif er hann
verður fyrir. Honum væri efa-
laust kleift að afla sér æðri hug-
taka, ef hann þyrfti á þeim að
halda, en sú öflun mundi kosta
hann áreynslu, sem þeir væru
lausir við, sem aldir eru upp við
f jölhæfari tungumál; móðurmál
hans hefur leyst þrautina fyrir
hann, eða réttara sagt eldri kyn-
slóðir, er hafa geymt reynslu
sína í móðurmálinu.
Nú mætti líta svo á að þessi
mikli fjöldi sérheita stafaði af
líffræðilegri nauðsyn, en ekki af
því að hæfni til óhlutstæðrar
hugsunar skorti. Lappar eiga
ekkert orð er merkir snjó al-
mennt, aðeins ýmis sérstök orð
er tákna snjó í þessu ástandinu
eða hinu: snjór er svo þýðingar-
mikill þáttur í lífi þeirra að þeir
verða að geta lýst honum í öll-
um myndum. En hitt er engu að
síður staðreynd að þeir hafa
ekki komizt lengra, þeir hafa
ekki komizt svo langt að sam-
eina allar þessar myndir í eitt
hugtak, hugtakið snjó; og mál-
ið heldur þessari vöntun við.
Einkennileg víxlverkun er milli
máls og hugsunar: málið spegl-
ar hugsanir okkar, en það ork-
ar einnig á þær, það festir og
geymir þá heimsmynd sem þær
hafa einu sinni mótað.
Einkennileg hliðstæða frum-
stæðs manns með sína gnótt sér-
heita en algeran skort á almenn-
um hugtökum er siðmenntaður
maður, er hefur misst fullt vald
á tungu sinni. Tilraunir á sjúkl-
ingum er hafa skaddast á höfði,
gerðar um og eftir heimstyrjöld-
ina fyrri, hafa leitt í ljós ýmsar
athyglisverðar staðreyndir um
samleik orða og hugsana. Höf-
uðmeiðsli geta valdið spellum á
öllum þáttum málsins: fram-
burði, málfræði, skilningi og
jafnvel sjálfum grundvelli máls-
ins, sambandinu milli orða og
merkinga. Einn þessara sjúkl-
inga var bilaður á sjaldgæfan
hátt: hann hafði gleymt nöfn-
urn á litum. Að sumu leyti hegð-
aði hann sér eins og hann væri
litblindur, en þó var litaskynj-
un hans óskemmd. I einni til-
rauninni voru honum fengnir
þræðir margvíslega litir og eng-
ir tveir eins; hann var beðinn að
velja úr þá, sem tilheyrðu sama
lit. En sú krafa var meiningar-
laus í augum hans: hann sá eng-
an skyldleika milli tveggja mis-
blárra lita, hann hafði alger-
lega týnt niður orðinu ,,blár“ og
átti sér því ekkert hugtak er
unnt væri að flokka mismunandi
bláma undir. Tungan hafði
flokkað endalausan breytileik
litanna í nokkrar höfuðtegundir,
sá lykill var glataður og hin