Úrval - 01.07.1954, Qupperneq 56
54
ÚRVAL
hans ... Þó að einhver hrasi
getur hann verið viss um að
hann er ekki einn og yfirgefin.
Það kemur einhver til hans og
hjálpar honum til að rísa á fæt-
ur aftur. Hann flytur engar sið-
ferðisprédikanir, það gætir
engrar lítilsvirðingar hjá hon-
um — hann véit hvað hefur
gerzt, og ef til vill þarf hann
sjálfur á samskonar hjálp að
halda síðar. Þér skiljið að þetta
er dásamlegt . .. jafnvel þó að
maður kunni ekki að meta það,
meðan maður er undir áhrifum
eitursins. Því að áfengi er eit-
ur fyrir okkur eins og sykur
fyrir sykursýkissjúklinga. Aðr-
ir — venjulegar fyllibyttur,
liggur mér við að segja — geta
fengið sér snaps með matnum
og hellt sig fulla á laugardögum
— við getum það ekki. Við höf-
um um það tvennt að velja, að
fara í hundana eða hætta að
drekka. Við Keðju-félagar höf-
um valið, en það er annað að
velja og annað að geta ...“
Við stöndum upp og leiðsögu-
maður minn sýnir mér húsa-
kynnin. Við lítum inn í skrif-
stofuna. Þar eru á hverju kvöldi
þrír menn á verði, því að síminn
hringir oft. Þeir stjórna eins-
konar lögreglustarfsemi.
,,... já, einmitt, allan morgun-
in ... en verið þér nú ekki
hræddar, frú, við skulum sjá til
hvað við getum gert,“ segir sá,
sem svarar í símann. Þegar
samtalinu er lokið, snýr hann
sér að okkur og segir: „Þetta
var hann X, hann sat heima
hjá sér og þjóraði með Y í all-
an morgun, síðan fóru þeir út,
og nú stendur hann fyrir utan
dyrnar og frúin þorir ekki að
hleypa honum inn. Hann á sem
sé til að vera dálítið uppi-
vöðslumikill þegar þessi gáll-
inn er á honum. Það er bezt að
tveir félagar fari þangað og at-
hugi ástandið. Það er rétt að
þú farir,“ segir hann og bendir
á leiðsögumann minn, „og þú
„Við ókum á ,,slysstaðinn“ í
bíl, sem annar félaganna átti.
Sumir Keðjufélaganna eiga bíl,
enda kemur það sér vel fyrir
starfsemina.
Þegar við stöðvuðum bílinn
hjá heimili mannsins, sáum við
að hann var á vakki í snjónum
fyrir utan húsið. Örvingluð og
grátandi eiginkonan opnaði fyr-
ir okkur og síðan hófst samtal
með miklum upptuggum og
endurtekningum. „. . . Þú veizt
það Z, að ég er bezti náungi,
. . . við vitum það allir . . . að
ég vil ekki gera neinum illt ...“
„Heyrðu mig, við vitum að þú
ert sómamaður þó að þú „dettir
í það“ einstöku sinnum . ...
hvernig í fjandanum stóð á því
að þú skyldir lenda í þessu
núna . . . en þetta lagast ef þú
kemur þér strax í bólið . . .“
1 dyrunum stendur eiginkonan
og barmar sér: að maður skuli
þurfa að standa í þessu, að mað-
ur skuli þurfa að þola slíkt . . .
fölt barn gægist fram í gætt-